Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 14:01 Hermaður stendur vörð í Afganistan. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað. Afganistan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað.
Afganistan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent