Um 12 þúsund manns verða bólusettir með bóluefni Pfizer í vikunni. Um fimm þúsund fá þar fyrri bólusetningu, en um sjö þúsund fá seinni bólusetninguna.
Katrín sagðist í samtali við fréttastofu almennt ekki vera mikið fyrir sprautur en kvaðst þó mjög ánægð með að vera bólusett.
Sömuleiðis var hún mjög ánægð með að hafa ekki fundið fyrir stungunni.

