Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 10:20 Reykvíkingar hafa notið góðs veðurs undanfarna daga og virðist orðið langþreytt á sóttvarnareglum að mati veitingamanna. Vísir/Vilhelm Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02
Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55
Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40