Fagnaðarlæti í flugstöðinni í meistaramyndbandi KA/Þórs Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2021 12:31 Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir með verðlaunagripinn sem KA/Þór vann til í fyrsta sinn í sögunni. vísir/hulda Leikmenn KA/Þórs skráðu sig í sögubækurnar með því að vinna Olís-deildina í handbolta í fyrsta sinn, nú þegar deildin hefur líklega aldrei verið sterkari. Liðið fékk frábærar móttökur við komuna til Akureyrar eftir að hafa tryggt sér titilinn. Vegna samkomutakmarkana gátu ekki margir stuðningsmanna KA/Þórs fagnað með liðinu í Safamýri á laugardag, þegar titillinn var í höfn. Þegar leikmenn og þjálfarar lentu á flugvellinum á Akureyri beið þeirra hins vegar fjöldi stuðningsmanna, blóm voru veitt og titlinum fagnað. KA TV hefur nú birt meistaramyndband þar sem sjá má fögnuðinn í flugstöðinni, tilþrif úr leiknum við Fram og viðtöl við Mörthu Hermannsdóttur fyrirliða og Andra Snæ Stefánsson þjálfara sem fagnaði titli á fyrsta ári sínu í starfi. „Við erum alls ekki saddar. Við ætlum okkur alla leið,“ sagði Martha. „Þetta er frábært tímabil og ég er mjög stoltur. Frammistaðan hefur verið geggjuð og núna er úrslitakeppnin framundan og við förum með fullt sjálfstraust í hana,“ sagði Andri Snær. Tímabilið hefur rússíbanareið fyrir KA/Þór sem meðal annars lenti í þeim fordæmalausu aðstæðum að þurfa að endurtaka leik við Stjörnuna vegna kærumáls. Kórónuveirufaraldurinn olli líka hléum og að lokum styttingu mótsins. Örlögin voru hins vegar í höndum KA/Þórs þegar liðið fór í Safamýri í lokaumferðinni og dugði þar jafntefli við Fram til að verða deildarmeistari. Það gekk eftir, 27-27, þrátt fyrir að staðan væri 17-12 fyrir Fram í hálfleik (þannig var staðan einmitt líka þegar mistök voru gerð á ritaraborði í leiknum við Stjörnuna, sem leiddu til þess á endanum að leikurinn var spilaður aftur). KA/Þór og Fram sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en hefja atlögu sína að Íslandsmeistaratitlinum eftir tæpar tvær vikur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 27-27 | KA/Þór deildarmeistari í fyrsta skiptið Fram tók á móti KA/Þór í hreinum úrslitaleik Olís-deildar kvenna upp á deildarmeistaratitilinn. Hörkuleikur sem endaði 27-27 og KA/Þór því deildarmeistari í fyrsta skipti. 8. maí 2021 16:38 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Vegna samkomutakmarkana gátu ekki margir stuðningsmanna KA/Þórs fagnað með liðinu í Safamýri á laugardag, þegar titillinn var í höfn. Þegar leikmenn og þjálfarar lentu á flugvellinum á Akureyri beið þeirra hins vegar fjöldi stuðningsmanna, blóm voru veitt og titlinum fagnað. KA TV hefur nú birt meistaramyndband þar sem sjá má fögnuðinn í flugstöðinni, tilþrif úr leiknum við Fram og viðtöl við Mörthu Hermannsdóttur fyrirliða og Andra Snæ Stefánsson þjálfara sem fagnaði titli á fyrsta ári sínu í starfi. „Við erum alls ekki saddar. Við ætlum okkur alla leið,“ sagði Martha. „Þetta er frábært tímabil og ég er mjög stoltur. Frammistaðan hefur verið geggjuð og núna er úrslitakeppnin framundan og við förum með fullt sjálfstraust í hana,“ sagði Andri Snær. Tímabilið hefur rússíbanareið fyrir KA/Þór sem meðal annars lenti í þeim fordæmalausu aðstæðum að þurfa að endurtaka leik við Stjörnuna vegna kærumáls. Kórónuveirufaraldurinn olli líka hléum og að lokum styttingu mótsins. Örlögin voru hins vegar í höndum KA/Þórs þegar liðið fór í Safamýri í lokaumferðinni og dugði þar jafntefli við Fram til að verða deildarmeistari. Það gekk eftir, 27-27, þrátt fyrir að staðan væri 17-12 fyrir Fram í hálfleik (þannig var staðan einmitt líka þegar mistök voru gerð á ritaraborði í leiknum við Stjörnuna, sem leiddu til þess á endanum að leikurinn var spilaður aftur). KA/Þór og Fram sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en hefja atlögu sína að Íslandsmeistaratitlinum eftir tæpar tvær vikur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 27-27 | KA/Þór deildarmeistari í fyrsta skiptið Fram tók á móti KA/Þór í hreinum úrslitaleik Olís-deildar kvenna upp á deildarmeistaratitilinn. Hörkuleikur sem endaði 27-27 og KA/Þór því deildarmeistari í fyrsta skipti. 8. maí 2021 16:38 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 27-27 | KA/Þór deildarmeistari í fyrsta skiptið Fram tók á móti KA/Þór í hreinum úrslitaleik Olís-deildar kvenna upp á deildarmeistaratitilinn. Hörkuleikur sem endaði 27-27 og KA/Þór því deildarmeistari í fyrsta skipti. 8. maí 2021 16:38