Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 10:25 Háir og kraftmiklir strókar koma nú upp úr jörðinni í Geldingadölum og nágrenni með hléum á milli. Gosmökkurinn getur dottið niður í millitíðinni. Vísir/Vilhelm Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira