Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 08:25 Long March-5 eldflaug sambærileg við þá sem féll inn í lofthjúp jarðar yfir Indlandshafi í nótt. AP/Zhang Gaoxiang/Xinhua Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. Grannt hefur verið fylgst með Long March 5B-eldflauginni undanfarna daga. Vitað var að hún kæmi aftur niður í lofthjúp jarðar um helgina en ekki var vitað með vissu yfir hvaða svæði hún kæmi til með að hrapa. Eldflaugin var notuð til þess að koma aðalhluta nýrrar geimstöðvar Kínverja á braut um jörðina. Eldflaugarþrepið var um þrjátíu metrar að lengd og um tuttugu tonn að þyngd. Það er eitt stærsta fyrirbærið sem hefur verið látið falla stjórnlaust inn í lofthjúp jarðar. Lítil hætta var talin á ferðum fyrir fólk á jörðu niðri. Engu að síður urðu eignaskemmdir í Afríku þegar brak úr kínverskri eldflaug rigndi yfir álfuna í fyrra. Xinhua-ríkifréttastofan kínverska segir að eldflaugarþrepið hafi komið inn í lofthjúpinn klukkan 19:24 að staðartíma í gærkvöldi. Mikill meirihluti þess hafi brunnið algerlega upp í lofthjúpnum. „Það var alltaf tölfræðilega líklegast að hún félli inn yfir sjó. Svo virðist sem að Kína hafi unnið veðmálið en þetta var samt glannalegt,“ tísti Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard-háskóla sem fylgdist með falli eldflaugarþrepsins til jarðar. Þá gagnrýndi Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, Kína vegna uppákomunnar. „Það er ljóst að Kína uppfylli ekki ábyrg viðmið varðandi geimrusl þess,“ sagði Nelson í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir umgengni sína í geimnum, sérstaklega eftir að þeir skutu skotflaug til að splundra úreltu veðurgervitungli á braut um jörðu í janúar árið 2007. Eftir varð braksveimur sem ógnaði öðrum gervihnöttum og geimferjum. Kína Geimurinn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira
Grannt hefur verið fylgst með Long March 5B-eldflauginni undanfarna daga. Vitað var að hún kæmi aftur niður í lofthjúp jarðar um helgina en ekki var vitað með vissu yfir hvaða svæði hún kæmi til með að hrapa. Eldflaugin var notuð til þess að koma aðalhluta nýrrar geimstöðvar Kínverja á braut um jörðina. Eldflaugarþrepið var um þrjátíu metrar að lengd og um tuttugu tonn að þyngd. Það er eitt stærsta fyrirbærið sem hefur verið látið falla stjórnlaust inn í lofthjúp jarðar. Lítil hætta var talin á ferðum fyrir fólk á jörðu niðri. Engu að síður urðu eignaskemmdir í Afríku þegar brak úr kínverskri eldflaug rigndi yfir álfuna í fyrra. Xinhua-ríkifréttastofan kínverska segir að eldflaugarþrepið hafi komið inn í lofthjúpinn klukkan 19:24 að staðartíma í gærkvöldi. Mikill meirihluti þess hafi brunnið algerlega upp í lofthjúpnum. „Það var alltaf tölfræðilega líklegast að hún félli inn yfir sjó. Svo virðist sem að Kína hafi unnið veðmálið en þetta var samt glannalegt,“ tísti Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard-háskóla sem fylgdist með falli eldflaugarþrepsins til jarðar. Þá gagnrýndi Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, Kína vegna uppákomunnar. „Það er ljóst að Kína uppfylli ekki ábyrg viðmið varðandi geimrusl þess,“ sagði Nelson í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir umgengni sína í geimnum, sérstaklega eftir að þeir skutu skotflaug til að splundra úreltu veðurgervitungli á braut um jörðu í janúar árið 2007. Eftir varð braksveimur sem ógnaði öðrum gervihnöttum og geimferjum.
Kína Geimurinn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira