Óskar Hrafn: Gjafmildir, mjúkir og grófum okkur holu Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2021 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson bíður eftir fyrsta sigri sumarsins. VÍSIR/VILHELM „Ég er bara sáttur með stigið,“ voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli við nýliða Leiknis í Breiðholti í kvöld, í 2. umferð Pepsi Max deildar karla. Eftir 2-0 tap gegn KR í fyrsta leik lenti Breiðablik, sem spáð var Íslandsmeistaratitli, 3-1 undir gegn Leikni í kvöld. Jason Daði Svanþórsson náði hins vegar að bjarga Blikum um stig með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins: „Við vorum undir og komum til baka, svo úr því sem komið var er ég sáttur með stigið. Það er bara ljóst að við erum staddir þar sem við erum. Við grófum okkur holu en endum leikinn ágætlega,“ sagði Óskar. Gáfum þeim frumkvæðið Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Leiknismenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. „Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum ágætlega, kannski fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar, en svo gáfum við þeim þetta mark undir lok hálfleiksins. Það gaf þeim blóð á tennurnar. Fyrri hluta seinni hálfleiks fannst mér við vera helvíti gjafmildir og einhvern veginn mjúkir. Við gáfum þeim frumkvæðið,“ sagði Óskar. „Svo náðum við að koma til baka og síðustu tuttugu mínúturnar var bara eitt lið á vellinum. Við að reyna að sækja á þá og þeir að reyna að halda sínu. Ég er ánægður með mína menn að þeir skildu ekki hætta heldur klára leikinn af krafti,“ sagði Óskar. Ætla að vera sáttur með þetta stig Leiknismenn gengu svekktir af velli en eiga kannski síðar meir eftir að meta það að hafa fengið stig í kvöld. „Þeir vörðust vel. Þá þarftu að færa boltann hraðar og það tókst ekki alltaf hjá okkur. Þegar það tókst þá náðum við að opna þá og sennilega hefði maður viljað að það hefði gerst oftar. En við erum bara þar sem við erum. Auðvitað viltu alltaf vinna leiki en ég held að við verðum að horfa raunhæft á þetta. Við byrjuðum illa í fyrsta leiknum og töpuðum honum. Svo komum við okkur í holu hér en sýnum karakter með því að jafna. Ég ætla bara að vera sáttur með þetta stig,“ sagði Óskar. Jason staðið undir öllum væntingum og jafnvel meira en það Ljósasti punkturinn hjá Blikum var frammistaða fyrrnefnds Jasons Daða: „Jason stóð sig vel. Hann spilaði vel, skoraði tvö góð mörk og var flottur,“ sagði Óskar um hinn 21 árs gamla Jason sem kom frá Aftureldingu í vetur, en var honum strax ætlað stórt hlutverk? „Ég sá ákveðna eiginleika sem hann hefur og hann hefur staðið undir öllum þeim væntingum sem við höfum gert til hans, og jafnvel enn meira,“ sagði Óskar. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn KR í fyrsta leik lenti Breiðablik, sem spáð var Íslandsmeistaratitli, 3-1 undir gegn Leikni í kvöld. Jason Daði Svanþórsson náði hins vegar að bjarga Blikum um stig með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins: „Við vorum undir og komum til baka, svo úr því sem komið var er ég sáttur með stigið. Það er bara ljóst að við erum staddir þar sem við erum. Við grófum okkur holu en endum leikinn ágætlega,“ sagði Óskar. Gáfum þeim frumkvæðið Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Leiknismenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. „Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum ágætlega, kannski fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar, en svo gáfum við þeim þetta mark undir lok hálfleiksins. Það gaf þeim blóð á tennurnar. Fyrri hluta seinni hálfleiks fannst mér við vera helvíti gjafmildir og einhvern veginn mjúkir. Við gáfum þeim frumkvæðið,“ sagði Óskar. „Svo náðum við að koma til baka og síðustu tuttugu mínúturnar var bara eitt lið á vellinum. Við að reyna að sækja á þá og þeir að reyna að halda sínu. Ég er ánægður með mína menn að þeir skildu ekki hætta heldur klára leikinn af krafti,“ sagði Óskar. Ætla að vera sáttur með þetta stig Leiknismenn gengu svekktir af velli en eiga kannski síðar meir eftir að meta það að hafa fengið stig í kvöld. „Þeir vörðust vel. Þá þarftu að færa boltann hraðar og það tókst ekki alltaf hjá okkur. Þegar það tókst þá náðum við að opna þá og sennilega hefði maður viljað að það hefði gerst oftar. En við erum bara þar sem við erum. Auðvitað viltu alltaf vinna leiki en ég held að við verðum að horfa raunhæft á þetta. Við byrjuðum illa í fyrsta leiknum og töpuðum honum. Svo komum við okkur í holu hér en sýnum karakter með því að jafna. Ég ætla bara að vera sáttur með þetta stig,“ sagði Óskar. Jason staðið undir öllum væntingum og jafnvel meira en það Ljósasti punkturinn hjá Blikum var frammistaða fyrrnefnds Jasons Daða: „Jason stóð sig vel. Hann spilaði vel, skoraði tvö góð mörk og var flottur,“ sagði Óskar um hinn 21 árs gamla Jason sem kom frá Aftureldingu í vetur, en var honum strax ætlað stórt hlutverk? „Ég sá ákveðna eiginleika sem hann hefur og hann hefur staðið undir öllum þeim væntingum sem við höfum gert til hans, og jafnvel enn meira,“ sagði Óskar.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira