Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:02 Heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að draga úr því álagi sem mun skapast vegna fjölgunar ferðamanna. Vísir/Vilhelm Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira