Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:02 Heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að draga úr því álagi sem mun skapast vegna fjölgunar ferðamanna. Vísir/Vilhelm Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira