Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 14:48 Skammtar af rússneska bóluefninu Spútnik V í Íran. AP/Saeed Kaari/KAC Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. Yrði það gert með því skilyrði að 75% af keyptum skömmtum verði afhentir í síðasta lagi 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í drögum heilbrigðisráðuneytisins að viðbrögðum við viljayfirlýsingu Russian Direct Investment Fund sem hefur milligöngu um sölu bóluefnisins gegn Covid-19. Barst yfirlýsingin stjórnvöldum í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V. RÚV greindi áður frá málinu. Feli ekki í sér skuldbindingu Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að undirritun viljayfirlýsingarinnar feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Sputnik V. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi ráðherrum frá stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Russian Direct Investment Fund er þjóðarsjóður í eigu rússneska ríkisins en hann fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu. Sputnik V hefur verið í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í byrjun mars. Lýkur því ferli þegar nægjanleg gögn liggja fyrir til að sækja formlega um markaðsleyfi. Fær frumur líkamans til að framleiða gaddapróteinið Sputnik V virkar svipað og bóluefni AstraZeneca og Janssen að því leyti að skaðlaus veira er nýtt til að flytja erfðaefni kórónuveirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að Sputnik V innihaldi tvær gerðir adenóveira, Ad26 og Ad5, sem hafi verið breytt á þann veg að þær innihaldi genaupplýsingar til að framleiða gaddaprótein sem finnast á yfirborði kórónuveirunnar. „Þegar bóluefnið hefur verið gefið fara genaupplýsingarnar úr adenóveirunum inn í frumur líkamans sem hefja framleiðslu á gaddapróteinum. Ónæmiskerfið lítur á þau sem framandi fyrirbæri og hefur varnir með því að framleiða mótefni og T-frumur gegn gaddapróteininu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja viðkomandi einstakling gegn sýkingu af völdum SARS-CoV-2 kórónuveirunnar.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Yrði það gert með því skilyrði að 75% af keyptum skömmtum verði afhentir í síðasta lagi 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í drögum heilbrigðisráðuneytisins að viðbrögðum við viljayfirlýsingu Russian Direct Investment Fund sem hefur milligöngu um sölu bóluefnisins gegn Covid-19. Barst yfirlýsingin stjórnvöldum í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V. RÚV greindi áður frá málinu. Feli ekki í sér skuldbindingu Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að undirritun viljayfirlýsingarinnar feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Sputnik V. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi ráðherrum frá stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Russian Direct Investment Fund er þjóðarsjóður í eigu rússneska ríkisins en hann fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu. Sputnik V hefur verið í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í byrjun mars. Lýkur því ferli þegar nægjanleg gögn liggja fyrir til að sækja formlega um markaðsleyfi. Fær frumur líkamans til að framleiða gaddapróteinið Sputnik V virkar svipað og bóluefni AstraZeneca og Janssen að því leyti að skaðlaus veira er nýtt til að flytja erfðaefni kórónuveirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að Sputnik V innihaldi tvær gerðir adenóveira, Ad26 og Ad5, sem hafi verið breytt á þann veg að þær innihaldi genaupplýsingar til að framleiða gaddaprótein sem finnast á yfirborði kórónuveirunnar. „Þegar bóluefnið hefur verið gefið fara genaupplýsingarnar úr adenóveirunum inn í frumur líkamans sem hefja framleiðslu á gaddapróteinum. Ónæmiskerfið lítur á þau sem framandi fyrirbæri og hefur varnir með því að framleiða mótefni og T-frumur gegn gaddapróteininu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja viðkomandi einstakling gegn sýkingu af völdum SARS-CoV-2 kórónuveirunnar.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17
Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48
Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19