Þverárhlíð fær fyrsta slitlagið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 15:15 Í fyrrasumar var slitlag lagt á sex kílómetra kafla gamla hringvegarins milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar, meðfram Hvítárvöllum. 24 kílómetrar malbiks eru að bætast við í Borgarfjarðarhéraði á þessu og næsta ári. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á 8,5 kílómetra kafla um Þverárhlíð í Borgarfirði. Þetta verður í fyrsta sinn sem vegur í sveitinni er lagður bundnu slitlagi, að sögn Valgeirs Ingólfssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. Kaflinn sem á að malbika er austanmegin í Þverárhlíð og teygir sig raunar niður í Hvítársíðu. Hann nær frá gatnamótum Borgarfjarðarbrautar ofan Kljáfoss, framhjá kirkjustaðnum Norðtungu og að Högnastöðum. Tilboðsfrestur rennur út þann 18. maí næstkomandi og má gera ráð fyrir að framkvæmdir verði komnar á fullt fyrri hluta sumars. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júlí 2022. Fleiri vegarbætur eru framundan í Borgarfjarðarhéraði. Vegagerðin hefur einnig boðið út lagningu bundins slitlags á Melasveitarveg. Þar á að malbika 4,9 kílómetra kafla milli Bakka og svínabúsins á Melum. Tilboðsfrestur er sömuleiðis til 18. maí og á vegurinn að vera tilbúinn eigi síðar en 30. júní 2022. Ofan Húsafells er Borgarverk ehf. að leggja slitlag á 2,8 kílómetra kafla milli Hvítár og Kalmanstungu og á Mýrum vestan Borgarness er Þróttur ehf. að leggja slitlag á 7,5 kílómetra kafla Álftaneshreppsvegar, milli gatnamóta Snæfellsnesvegar við Langárfoss og Leirulækjar. Báðir kaflarnir eiga að klárast fyrir 1. ágúst í sumar. Með þessum fjórum verkefnum bætast alls um 24 kílómetrar malbiks á sveitavegi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á þessu og næsta ári. Vegagerð Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41 Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Kaflinn sem á að malbika er austanmegin í Þverárhlíð og teygir sig raunar niður í Hvítársíðu. Hann nær frá gatnamótum Borgarfjarðarbrautar ofan Kljáfoss, framhjá kirkjustaðnum Norðtungu og að Högnastöðum. Tilboðsfrestur rennur út þann 18. maí næstkomandi og má gera ráð fyrir að framkvæmdir verði komnar á fullt fyrri hluta sumars. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júlí 2022. Fleiri vegarbætur eru framundan í Borgarfjarðarhéraði. Vegagerðin hefur einnig boðið út lagningu bundins slitlags á Melasveitarveg. Þar á að malbika 4,9 kílómetra kafla milli Bakka og svínabúsins á Melum. Tilboðsfrestur er sömuleiðis til 18. maí og á vegurinn að vera tilbúinn eigi síðar en 30. júní 2022. Ofan Húsafells er Borgarverk ehf. að leggja slitlag á 2,8 kílómetra kafla milli Hvítár og Kalmanstungu og á Mýrum vestan Borgarness er Þróttur ehf. að leggja slitlag á 7,5 kílómetra kafla Álftaneshreppsvegar, milli gatnamóta Snæfellsnesvegar við Langárfoss og Leirulækjar. Báðir kaflarnir eiga að klárast fyrir 1. ágúst í sumar. Með þessum fjórum verkefnum bætast alls um 24 kílómetrar malbiks á sveitavegi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á þessu og næsta ári.
Vegagerð Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41 Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41
Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00