Hún sagðist ekki vera stressuð áður en hún fékk sprautuna. „Nei , mér finnst þetta bara svo stórkostlegt að við skulum vera að gera þetta. […] Þetta er stórt skref fyrir allt þetta fólk. Þetta er stórt skref fyrir Ísland að við skulum vera í svona góðum gangi með bólusetningar. Það er bara frábært,“ sagði Svandís.
„Mér finnst þetta bara svo magnað. Einstakt að vera hérna með stuðtónlist hérna. Það á svo vel við. Þetta sem smá eins og söngleikur. Allt svo vel skipulagt. Gengur svo vel. Stórkostlegt hvað er vel haldið utan um þetta,“ sagði Svandís.
Þúsundir manna hafa eða munu leið sína í Laugardalshöllina í dag, en stefnt er að því að bólusetja um 14 þúsund manns með bóluefni AstraZeneca í dag. Er um stærsta bólusetningadaginn að ræða til þessa.