Á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar segir að vélin sé þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma EC225 en hinar sem fyrir eru, TF-EIR og TF-GRO, hafi reynst afar vel.
Nú er Landhelgisgæslan því komin með þrjár tiltækar björgunarþyrlur á nýjan leik.
„Óhætt er að fullyrða að flugfloti Landhelgisgæslunnar hafi aldrei verið fullkomnari en nú,“ segir að lokum í tilkynningunni.
TF-GNA, nýjasta björgunarþyrla þjóðarinnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í kvöld. Ferjuflugið frá...
Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Tuesday, 4 May 2021