Virkjum mannauðinn betur Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 5. maí 2021 08:01 Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun