Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 18:12 Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Önnur umræða um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um málefni innflytjenda fer nú fram á Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks. Þetta verði gert með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf við móttöku fólksins. Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins. Þingmenn Miðflokksins hafa mótmælt frumvarpinu og Birgir Þórarinsson sagði vert að staldra við að samkvæmt frumvarpinu yrði enginn greinarmunur gerður á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Hann sagði sérkennilegt að yfirfæra réttindi kvótaflóttafólks yfir á hælisleitendur og bætti við að þetta myndi sennilega leiða til gríðarlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði á svipuðum nótum og telur að hælisumsóknum muni stórfjölga. „Það er grundvallaratriði í þessum málum að upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og hvaða reglur gilda, þær dreifast mjög hratt og eru misnotaðar í sumum tilvikum af mjög hættulegum glæpahópum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins telja að frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði vont ef tónninn sem þingmenn Miðflokksins væru að slá í umræðunni virtust vera rödd þingheims. Því fari fjarri. Heilu atvinnugreinarnar eigi mikið undir innflytjendum komið sem bæti og styrki samfélagið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn gjarnan vera uppnefnda rasista og hvíta, miðaldra, freka karlmenn vegna afstöðu sinnar í málaflokknum. „Ég er nú bara mjög stoltur af því að vera hvítur miðaldra karlmaður. En það gerir mig ekki að vanhæfum manni fyrir vikið. Ég kveinka mér í raun og veru ekkert undan því,“ sagði hann og bætti við að engin mannvonska felist í því að ræða málin. Sigurður sagði kvótaflóttamannakerfið vandað og að leggja ætti áherslu á að styrkja það. „Við viljum ekki að það kerfi sem við bjóðum upp sé misnotað og einhver keppni um að við ætlum að vera góðasta fólkið í öllum heiminum; hana er ekki hægt að vinna, alls ekki með þessari aðferð. Við þurfum að horfa okkur nær. Við þurfum að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Við þurfum að vera hnitmiðuð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 23,7 milljónir króna. Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um málefni innflytjenda fer nú fram á Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks. Þetta verði gert með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf við móttöku fólksins. Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins. Þingmenn Miðflokksins hafa mótmælt frumvarpinu og Birgir Þórarinsson sagði vert að staldra við að samkvæmt frumvarpinu yrði enginn greinarmunur gerður á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Hann sagði sérkennilegt að yfirfæra réttindi kvótaflóttafólks yfir á hælisleitendur og bætti við að þetta myndi sennilega leiða til gríðarlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði á svipuðum nótum og telur að hælisumsóknum muni stórfjölga. „Það er grundvallaratriði í þessum málum að upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og hvaða reglur gilda, þær dreifast mjög hratt og eru misnotaðar í sumum tilvikum af mjög hættulegum glæpahópum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins telja að frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði vont ef tónninn sem þingmenn Miðflokksins væru að slá í umræðunni virtust vera rödd þingheims. Því fari fjarri. Heilu atvinnugreinarnar eigi mikið undir innflytjendum komið sem bæti og styrki samfélagið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn gjarnan vera uppnefnda rasista og hvíta, miðaldra, freka karlmenn vegna afstöðu sinnar í málaflokknum. „Ég er nú bara mjög stoltur af því að vera hvítur miðaldra karlmaður. En það gerir mig ekki að vanhæfum manni fyrir vikið. Ég kveinka mér í raun og veru ekkert undan því,“ sagði hann og bætti við að engin mannvonska felist í því að ræða málin. Sigurður sagði kvótaflóttamannakerfið vandað og að leggja ætti áherslu á að styrkja það. „Við viljum ekki að það kerfi sem við bjóðum upp sé misnotað og einhver keppni um að við ætlum að vera góðasta fólkið í öllum heiminum; hana er ekki hægt að vinna, alls ekki með þessari aðferð. Við þurfum að horfa okkur nær. Við þurfum að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Við þurfum að vera hnitmiðuð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 23,7 milljónir króna.
Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira