Breiðholtið vex Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. maí 2021 16:30 Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun