Hættusvæðið í kringum gosið stækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:05 Hættusvæði í kringum öflugasta gíginn verður stækkað. vísir/Vilhelm Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað. Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofunni funduðu í morgun um stöðu eldgossins á Reykjanesi. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, á Veðurstofu Íslands segir að stækka þurfi hættusvæðið eftir breytingar sem urðu á gosvirkninni aðfaranótt sunnudags. „Núna einkennist eldgosavirknin af reglulegum kvikustrókum sem ná allt að þrjú hundruð metra hæð,” segir Sara. Samhliða þessu geta hraunmolar sem eru allt að fimmtán sentimetrar að stærð skotist nokkuð langt út frá gígnum. Samkvæmt drögum að nýju hættusvæði er gert ráð fyrir að það verði allt að 650 metrar í kringum öflugasta gíginn, eða gíg númer fimm, þegar vindhraði fer upp í fimmtán metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að hættusvæðið sé nokkuð minna í rólegri vindátt, eða fjögur hundruð metrar. Til stendur að breyta gönguleið við gíginn.vísir/Vilhelm Sara segir ástæðu fyrir fólk til þess að fara varlega þar sem minni hraunmolar geta einnig skotist lengra. Unnið er að því að breyta gönguleiðinni þannig að hún liggi fyrir utan svæðið. „Viðbragðsaðilar sem eru að vinna á svæðinu eru að núna að leggja til að breyta gönguleiðinni þannig að það verði bannað að fara inn á þetta hættusvæði,” segir Sara. Enn sé erfitt að segja til um hvað veldur breyttri virkni en fylgst er með breytingum á kviku og gastegundum. „Við erum að safna gögnum og fara yfir þau en það er enn ekki skýrt eða ljóst af hverju við erum að sjá þessar breytingar,” segir Sara. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofunni funduðu í morgun um stöðu eldgossins á Reykjanesi. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, á Veðurstofu Íslands segir að stækka þurfi hættusvæðið eftir breytingar sem urðu á gosvirkninni aðfaranótt sunnudags. „Núna einkennist eldgosavirknin af reglulegum kvikustrókum sem ná allt að þrjú hundruð metra hæð,” segir Sara. Samhliða þessu geta hraunmolar sem eru allt að fimmtán sentimetrar að stærð skotist nokkuð langt út frá gígnum. Samkvæmt drögum að nýju hættusvæði er gert ráð fyrir að það verði allt að 650 metrar í kringum öflugasta gíginn, eða gíg númer fimm, þegar vindhraði fer upp í fimmtán metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að hættusvæðið sé nokkuð minna í rólegri vindátt, eða fjögur hundruð metrar. Til stendur að breyta gönguleið við gíginn.vísir/Vilhelm Sara segir ástæðu fyrir fólk til þess að fara varlega þar sem minni hraunmolar geta einnig skotist lengra. Unnið er að því að breyta gönguleiðinni þannig að hún liggi fyrir utan svæðið. „Viðbragðsaðilar sem eru að vinna á svæðinu eru að núna að leggja til að breyta gönguleiðinni þannig að það verði bannað að fara inn á þetta hættusvæði,” segir Sara. Enn sé erfitt að segja til um hvað veldur breyttri virkni en fylgst er með breytingum á kviku og gastegundum. „Við erum að safna gögnum og fara yfir þau en það er enn ekki skýrt eða ljóst af hverju við erum að sjá þessar breytingar,” segir Sara.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent