Maðurinn var handtekinn þann 31. janúar síðastliðinn en honum er gefið að sök að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg, ógnaði lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Konan hlaut mörg rifbrot, mar á lifur, áverkaloftbrjóst, áverkahúðbeðsþembu, mar á lunga og áverkafleðruholsblæðingu að því er fram kemur í ákærunni.
Þess er krafist í ákærunni að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.