Spá um 1. og 2. sæti í Pepsi Max kvenna: Valdaskipti á toppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2021 10:00 Breiðablik og Valur hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn til skiptis undanfarin ár. vísir/daníel Keppni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í fimmta og síðasta hluta spár íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir tímabilið er komið að liðunum sem munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik og Valur hafa verið langbestu lið Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár og það breytist ekkert í ár ef marka má spá okkar. Lögheimili Íslandsmeistarabikarsins mun þó færast úr Smáranum yfir á Hlíðarenda. Bæði Valur og Breiðablik hafa misst sterka leikmenn út í atvinnumennsku í vetur en þrátt fyrir það er erfitt að sjá annað en þessi lið verði í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar. Breiðablik í 2. sæti: Er blóðtakan of mikil? Síðustu sex ár hafa verið gósentíð hjá Breiðabliki. Liðið hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla og aldrei endað neðar en í 2. sæti. Í fyrra voru Blikar með besta lið landsins og unnu Íslandsmeistaratitilinn á afar sannfærandi hátt. Þær fengu flest stig, skoruðu mest og fengu fæst mörk á sig. View this post on Instagram A post shared by AGLAMARIA ALBERTSDOTTIR (@aglamariaalbert) Miklar breytingar hafa orðið hjá Breiðabliki í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru farnar út í atvinnumennsku, Rakel Hönnudóttir er ólétt og markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagði skóna á hilluna. Þá fór Berglind Björg Þorvaldsdóttir um mitt síðasta sumar. Einnig urðu þjálfaraskipti hjá Breiðabliki; Þorsteinn Halldórsson hætti eftir sex frábær ár við stjórnvölinn og tók við landsliðinu. Við tók Vilhjálmur Kári Haraldsson. Hann þjálfaði Augnablik í Lengjudeildinni 2019 og 2020, er þrautreyndur yngri flokka þjálfari og þekkir vel til hjá Breiðabliki. Blikar hafa oft misst marga leikmenn og þurft að byggja upp ný lið en blóðtakan hefur aldrei verið eins mikil og núna. Og þá er kominn nýr maður í brúnna sem eykur á óvissustigið. Það má þó ekki gleyma því að Breiðablik endurheimtir sterka leikmenn sem léku lítið eða ekkert síðasta sumar og hafa einnig sótt góða leikmenn úr öðrum liðum. View this post on Instagram A post shared by A slaug Munda Gunnlaugsdo ttir (@aslaugmunda) Það er engin hætta á öðru en Blikar verði sterkir og í toppbaráttunni. En hvort það dugi til að verja Íslandsmeistaratitilinn á eftir að koma í ljós. Breiðablik Ár í deildinni: 33 tímabil í röð í efstu deild (1989-) Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari Sæti í fyrra: 1. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Vilhjálmur Kári Haraldsson (1. tímabil) Síðasta tímabil Það er engu logið að Breiðablik hafi verið með langbesta lið landsins á síðasta tímabili. Blikar unnu fyrstu tíu leiki sína án þess að fá á sig mark. Þeir töpuðu sínum fyrsta og eina leik fyrir Selfyssingum, 1-2, í 11. umferð en unnu síðustu fimm leiki sína. Breiðablik gulltryggði sér titilinn með sigri á Val, 1-0, í hálfgerðum úrslitaleik í 16. umferð. Þegar tímabilið var flautað af var Breiðablik með 42 stig, hafði unnið fjórtán af fimmtán deildarleikjum sínum, og var með 2,8 stig að meðaltali í leik. Valur, sem lék einum leik meira, var með 2,5 stig að meðaltali í leik. Breiðablik var með markatöluna 66-3 og hélt hreinu í þrettán af fimmtán deildarleikjum sínum. Liðið skoraði í öllum leikjunum, eða 4,4, mörk að meðaltali í leik. Sjaldan hefur því eitt lið verið jafn vel að Íslandsmeistaratitlinum komið og Breiðablik í fyrra. Markahæstar hjá Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í fyrra Sveindís Jane Jónsdóttir 14 Agla María Albertsdóttir 14 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 12 Alexandra Jóhannsdóttir 10 Liðið og leikmenn Sem fyrr sagði hefur Breiðablik misst gríðarlega öfluga leikmenn; þrjá byrjunarliðsmenn í landsliðinu, markvörðinn og fyrirliðann og reynsluboltann Rakel sem leysti ýmsar stöður í fyrra. Þá fór Berglind áður en síðasta tímabil kláraðist. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir fylgdi henni til Le Havre í Frakklandi en á láni og leikur með Breiðabliki í sumar. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is Stuðningsmannavefur (@blikaris) Leikmennirnir sem eru farnir skoruðu samtals 45 af 66 mörkum Breiðabliks í fyrra. Vilhjálms bíður því það verkefni að finna leikmenn sem geta fyllt þetta stóra markaskarð. Gríðarlega mikið mun mæða á Öglu Maríu Albertsdóttur sem þarf að eiga sitt besta tímabil í sumar og skila tveggja stafa tölu í mörkum og stoðsendingum. Breiðablik sótti Tiffany McCarthy sem skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í fyrra og ætti að skora meira í sóknarsinnuðu liði Blika. Birta Georgsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir auka breiddina framarlega á vellinum og Karitas Tómasdóttir kemur með mikla orku og vinnslu inn á miðsvæðið. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is Stuðningsmannavefur (@blikaris) Þá snúa Ásta Eir Árnadóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Antonsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir aftur á völlinn í sumar eftir að hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla eða barneigna. Vörnin ætti að vera í fínu lagi en markmannsstaðan er spurningarmerki. Sonný Lára hefur staðið milli stanganna hjá Breiðabliki undanfarin ár og varla fengið á sig mark. Telma Ívarsdóttir og Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir eiga að fylla hennar skarð. Þær eru báðar frambærilegir markverðir með reynslu úr efstu deild en það er annað að spila fyrir Breiðablik en lið í neðri helmingnum. Lykilmenn Kristín Dís Árnadóttir, 21 árs varnarmaður Hildur Antonsdóttir, 25 ára miðjumaður Agla María Albertsdóttir, 21 árs kantmaður Gæti sprungið út Þrátt fyrir að vera aðeins fædd árið 2005 kom Vigdís Lilja Kristjánsdóttir við sögu í þremur leikjum með Breiðabliki á síðasta tímabili. Þá lék hún tólf leiki í deild og bikar með venslaliðinu Augnabliki og skoraði fimm mörk. Vigdís verður áfram í stóru hlutverki hjá Augnabliki og skoraði meðal annars tvö mörk í 4-2 sigri liðsins á ÍA í Mjólkurbikarnum á Verkalýðsdaginn. Tækifærum hennar með Breiðabliki á svo vætanlega eftir að fjölga enn frekar. Sérfræðingur Pepsi Max-markanna segir ... Klippa: Breiðablik Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna sem verða á Stöð 2 Sport á fimmtudögum í sumar, sagði sitt álit á sínu gamla liði og Agla María Albertsdóttir svaraði spurningum. View this post on Instagram A post shared by Elísa Viðarsdóttir (@elisavidars) Valur í 1. sæti: Ætla að endurheimta titilinn Í venjulegu árferði hefði árangur Vals á síðasta tímabili dugað til Íslandsmeistaratitils. Þær léku ekki jafn vel og Íslandsmeistaraárið 2019 en unnu samt þrettán af sextán leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni. Það dugði þó ekki til að verja titilinn. Valskonur eru staðráðnar í að verða Íslandsmeistarar í haust og mæta til leiks með sterkt lið. Þrjár landsliðskonur eru horfnar á braut, Hlín Eiríksdóttir, Hallbera Gísladóttir og Guðný Árnadóttir, en Valur hefur sótt öfluga leikmenn til að fylla í skörðin. Flestir spá Valskonum Íslandsmeistaratitlinum og það er markmiðið eins og venjulega á Hlíðarenda. Pétur Pétursson er að hefja sitt fjórða tímabil með Val en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum 2019. View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Leikmannahópur Vals er gríðarlega sterkur og reynslan í honum mikil. Og þrátt fyrir brotthvarf lykilmanna eru spurningamerkin kannski færri en hjá Breiðabliki. Valur Ár í deildinni: 45 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Ellefu sinnum Íslandsmeistari Best í bikar: Þrettán sinnum bikarmeistari Sæti í fyrra: 2. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Pétur Pétursson (4. tímabil) Síðasta tímabil Valur byrjaði síðasta tímabil af krafti, vann fyrstu fimm leiki sína en gerði svo jafntefli gegn Fylki í 6. umferð þar sem liðið var manni færri nánast allan leikinn. Í næstu umferð steinlá Valur svo fyrir Breiðabliki, 4-0, í toppslag og eftir það var liðið alltaf í eltingarleik í titilbaráttunni. Valur vann næstu átta leiki sína og mætti svo Breiðabliki í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 3. október. Þar skildi mark Öglu Maríu Albertsdóttur liðin að en Valskonur hefðu þurft að vinna til að eiga möguleika á titlinum. Þegar tímabilið var flautað af var Valur með fjörutíu stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem átti leik til góða. Valskonur skoruðu ekki jafn mikið og Íslandsmeistaratímabilið 2019 en vörnin var nokkuð sterk fyrir utan fyrri leikinn gegn Breiðabliki. Valur skoraði 43 mörk og fékk aðeins á sig ellefu. Markahæstar hjá Val í Pepsi Max-deildinni í fyrra Elín Metta Jensen 13 Hlín Eiríksdóttir 11 Mist Edvarsdóttir 5 Liðið og leikmenn Valur sá á eftir þremur landsliðskonum í atvinnumennsku, þeim Hallberu, Guðnýju og Hlín. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fór líka aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið á láni seinni hluta síðasta tímabils og Diljá Ýr Zomers fór til Häcken í Svíþjóð. Í stað þeirra sótti Valur sterka leikmenn. Mary Alice Vignola sló í gegn með Þrótti á síðasta tímabili og fyllir skarð Hallberu. Anna Rakel Pétursdóttir myndar akureyskt miðvarðapar með Lillýju Rut Hlynsdóttur og Arna Eiríksdóttir verður þeim til halds og trausts. View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Sigríður Lára Garðarsdóttir kom frá FH og mun væntanlega fylla skarðið sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skilur eftir sig en hún er barnshafandi. Jana Sól Valdimarsdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen auka svo breiddina framarlega á vellinum auk hinnar bandarísku Clarissu Larisey sem Valur kynnti til leiks í gær. Þá snýr Fanndís Friðriksdóttir aftur eftir barneignaleyfi en Valur saknaði hennar talsvert á síðasta tímabili. Hlín skilur eftir sig stórt markaskarð og Fanndís þarf að hjálpa til við að fylla það og létta undir með Elínu Mettu Jensen í markaskorun. Fyrir utan þær tvær er kannski enginn áreiðanlegur markaskorari í Valshópnum. Lykilmenn Sandra Sigurðardóttir, 34 ára markvörður Sigríður Lára Garðarsdóttir, 27 ára miðjumaður Elín Metta Jensen, 26 ára framherji Gæti sprungið út Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin aftur til Vals eftir lánsdvöl hjá Þrótti í fyrra. Þá skoraði þessi ungi og efnilegi framherji sex mörk í fjórtán leikjum. Sumarið þar áður lék Ólöf á láni hjá ÍA í Lengjudeildinni. Hún er því komin með ágætis reynslu þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára. Ólöf hefur leikið tuttugu leiki og skorað níu mörk fyrir yngri landslið Íslands. Ólöf gæti tekið enn stærra skref fram á við í sumar og fest sig í sessi í sterku Valsliði sem ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn. Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna sem verða á Stöð 2 Sport á fimmtudögum í sumar, sagði sitt álit á liði Vals og Elín Metta Jensen svaraði spurningum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Spá um 3. og 4. sæti í Pepsi Max kvenna: Blómatíð í Árbæ og Akureyringar upp kirkjutröppurnar Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það þriðja og fjórða sætið sem eru tekin fyrir. 3. maí 2021 10:00 Spá um 5. og 6. sæti í Pepsi Max kvenna: Kanónur kvöddu Selfoss og Stjarnan hreyfist lítið Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það fimmta og sjötta sætið sem eru tekin fyrir. 2. maí 2021 10:00 Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00 Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Breiðablik og Valur hafa verið langbestu lið Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár og það breytist ekkert í ár ef marka má spá okkar. Lögheimili Íslandsmeistarabikarsins mun þó færast úr Smáranum yfir á Hlíðarenda. Bæði Valur og Breiðablik hafa misst sterka leikmenn út í atvinnumennsku í vetur en þrátt fyrir það er erfitt að sjá annað en þessi lið verði í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar. Breiðablik í 2. sæti: Er blóðtakan of mikil? Síðustu sex ár hafa verið gósentíð hjá Breiðabliki. Liðið hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla og aldrei endað neðar en í 2. sæti. Í fyrra voru Blikar með besta lið landsins og unnu Íslandsmeistaratitilinn á afar sannfærandi hátt. Þær fengu flest stig, skoruðu mest og fengu fæst mörk á sig. View this post on Instagram A post shared by AGLAMARIA ALBERTSDOTTIR (@aglamariaalbert) Miklar breytingar hafa orðið hjá Breiðabliki í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru farnar út í atvinnumennsku, Rakel Hönnudóttir er ólétt og markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagði skóna á hilluna. Þá fór Berglind Björg Þorvaldsdóttir um mitt síðasta sumar. Einnig urðu þjálfaraskipti hjá Breiðabliki; Þorsteinn Halldórsson hætti eftir sex frábær ár við stjórnvölinn og tók við landsliðinu. Við tók Vilhjálmur Kári Haraldsson. Hann þjálfaði Augnablik í Lengjudeildinni 2019 og 2020, er þrautreyndur yngri flokka þjálfari og þekkir vel til hjá Breiðabliki. Blikar hafa oft misst marga leikmenn og þurft að byggja upp ný lið en blóðtakan hefur aldrei verið eins mikil og núna. Og þá er kominn nýr maður í brúnna sem eykur á óvissustigið. Það má þó ekki gleyma því að Breiðablik endurheimtir sterka leikmenn sem léku lítið eða ekkert síðasta sumar og hafa einnig sótt góða leikmenn úr öðrum liðum. View this post on Instagram A post shared by A slaug Munda Gunnlaugsdo ttir (@aslaugmunda) Það er engin hætta á öðru en Blikar verði sterkir og í toppbaráttunni. En hvort það dugi til að verja Íslandsmeistaratitilinn á eftir að koma í ljós. Breiðablik Ár í deildinni: 33 tímabil í röð í efstu deild (1989-) Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari Sæti í fyrra: 1. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Vilhjálmur Kári Haraldsson (1. tímabil) Síðasta tímabil Það er engu logið að Breiðablik hafi verið með langbesta lið landsins á síðasta tímabili. Blikar unnu fyrstu tíu leiki sína án þess að fá á sig mark. Þeir töpuðu sínum fyrsta og eina leik fyrir Selfyssingum, 1-2, í 11. umferð en unnu síðustu fimm leiki sína. Breiðablik gulltryggði sér titilinn með sigri á Val, 1-0, í hálfgerðum úrslitaleik í 16. umferð. Þegar tímabilið var flautað af var Breiðablik með 42 stig, hafði unnið fjórtán af fimmtán deildarleikjum sínum, og var með 2,8 stig að meðaltali í leik. Valur, sem lék einum leik meira, var með 2,5 stig að meðaltali í leik. Breiðablik var með markatöluna 66-3 og hélt hreinu í þrettán af fimmtán deildarleikjum sínum. Liðið skoraði í öllum leikjunum, eða 4,4, mörk að meðaltali í leik. Sjaldan hefur því eitt lið verið jafn vel að Íslandsmeistaratitlinum komið og Breiðablik í fyrra. Markahæstar hjá Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í fyrra Sveindís Jane Jónsdóttir 14 Agla María Albertsdóttir 14 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 12 Alexandra Jóhannsdóttir 10 Liðið og leikmenn Sem fyrr sagði hefur Breiðablik misst gríðarlega öfluga leikmenn; þrjá byrjunarliðsmenn í landsliðinu, markvörðinn og fyrirliðann og reynsluboltann Rakel sem leysti ýmsar stöður í fyrra. Þá fór Berglind áður en síðasta tímabil kláraðist. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir fylgdi henni til Le Havre í Frakklandi en á láni og leikur með Breiðabliki í sumar. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is Stuðningsmannavefur (@blikaris) Leikmennirnir sem eru farnir skoruðu samtals 45 af 66 mörkum Breiðabliks í fyrra. Vilhjálms bíður því það verkefni að finna leikmenn sem geta fyllt þetta stóra markaskarð. Gríðarlega mikið mun mæða á Öglu Maríu Albertsdóttur sem þarf að eiga sitt besta tímabil í sumar og skila tveggja stafa tölu í mörkum og stoðsendingum. Breiðablik sótti Tiffany McCarthy sem skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í fyrra og ætti að skora meira í sóknarsinnuðu liði Blika. Birta Georgsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir auka breiddina framarlega á vellinum og Karitas Tómasdóttir kemur með mikla orku og vinnslu inn á miðsvæðið. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is Stuðningsmannavefur (@blikaris) Þá snúa Ásta Eir Árnadóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Antonsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir aftur á völlinn í sumar eftir að hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla eða barneigna. Vörnin ætti að vera í fínu lagi en markmannsstaðan er spurningarmerki. Sonný Lára hefur staðið milli stanganna hjá Breiðabliki undanfarin ár og varla fengið á sig mark. Telma Ívarsdóttir og Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir eiga að fylla hennar skarð. Þær eru báðar frambærilegir markverðir með reynslu úr efstu deild en það er annað að spila fyrir Breiðablik en lið í neðri helmingnum. Lykilmenn Kristín Dís Árnadóttir, 21 árs varnarmaður Hildur Antonsdóttir, 25 ára miðjumaður Agla María Albertsdóttir, 21 árs kantmaður Gæti sprungið út Þrátt fyrir að vera aðeins fædd árið 2005 kom Vigdís Lilja Kristjánsdóttir við sögu í þremur leikjum með Breiðabliki á síðasta tímabili. Þá lék hún tólf leiki í deild og bikar með venslaliðinu Augnabliki og skoraði fimm mörk. Vigdís verður áfram í stóru hlutverki hjá Augnabliki og skoraði meðal annars tvö mörk í 4-2 sigri liðsins á ÍA í Mjólkurbikarnum á Verkalýðsdaginn. Tækifærum hennar með Breiðabliki á svo vætanlega eftir að fjölga enn frekar. Sérfræðingur Pepsi Max-markanna segir ... Klippa: Breiðablik Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna sem verða á Stöð 2 Sport á fimmtudögum í sumar, sagði sitt álit á sínu gamla liði og Agla María Albertsdóttir svaraði spurningum. View this post on Instagram A post shared by Elísa Viðarsdóttir (@elisavidars) Valur í 1. sæti: Ætla að endurheimta titilinn Í venjulegu árferði hefði árangur Vals á síðasta tímabili dugað til Íslandsmeistaratitils. Þær léku ekki jafn vel og Íslandsmeistaraárið 2019 en unnu samt þrettán af sextán leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni. Það dugði þó ekki til að verja titilinn. Valskonur eru staðráðnar í að verða Íslandsmeistarar í haust og mæta til leiks með sterkt lið. Þrjár landsliðskonur eru horfnar á braut, Hlín Eiríksdóttir, Hallbera Gísladóttir og Guðný Árnadóttir, en Valur hefur sótt öfluga leikmenn til að fylla í skörðin. Flestir spá Valskonum Íslandsmeistaratitlinum og það er markmiðið eins og venjulega á Hlíðarenda. Pétur Pétursson er að hefja sitt fjórða tímabil með Val en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum 2019. View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Leikmannahópur Vals er gríðarlega sterkur og reynslan í honum mikil. Og þrátt fyrir brotthvarf lykilmanna eru spurningamerkin kannski færri en hjá Breiðabliki. Valur Ár í deildinni: 45 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Ellefu sinnum Íslandsmeistari Best í bikar: Þrettán sinnum bikarmeistari Sæti í fyrra: 2. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Pétur Pétursson (4. tímabil) Síðasta tímabil Valur byrjaði síðasta tímabil af krafti, vann fyrstu fimm leiki sína en gerði svo jafntefli gegn Fylki í 6. umferð þar sem liðið var manni færri nánast allan leikinn. Í næstu umferð steinlá Valur svo fyrir Breiðabliki, 4-0, í toppslag og eftir það var liðið alltaf í eltingarleik í titilbaráttunni. Valur vann næstu átta leiki sína og mætti svo Breiðabliki í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 3. október. Þar skildi mark Öglu Maríu Albertsdóttur liðin að en Valskonur hefðu þurft að vinna til að eiga möguleika á titlinum. Þegar tímabilið var flautað af var Valur með fjörutíu stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem átti leik til góða. Valskonur skoruðu ekki jafn mikið og Íslandsmeistaratímabilið 2019 en vörnin var nokkuð sterk fyrir utan fyrri leikinn gegn Breiðabliki. Valur skoraði 43 mörk og fékk aðeins á sig ellefu. Markahæstar hjá Val í Pepsi Max-deildinni í fyrra Elín Metta Jensen 13 Hlín Eiríksdóttir 11 Mist Edvarsdóttir 5 Liðið og leikmenn Valur sá á eftir þremur landsliðskonum í atvinnumennsku, þeim Hallberu, Guðnýju og Hlín. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fór líka aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið á láni seinni hluta síðasta tímabils og Diljá Ýr Zomers fór til Häcken í Svíþjóð. Í stað þeirra sótti Valur sterka leikmenn. Mary Alice Vignola sló í gegn með Þrótti á síðasta tímabili og fyllir skarð Hallberu. Anna Rakel Pétursdóttir myndar akureyskt miðvarðapar með Lillýju Rut Hlynsdóttur og Arna Eiríksdóttir verður þeim til halds og trausts. View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Sigríður Lára Garðarsdóttir kom frá FH og mun væntanlega fylla skarðið sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skilur eftir sig en hún er barnshafandi. Jana Sól Valdimarsdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen auka svo breiddina framarlega á vellinum auk hinnar bandarísku Clarissu Larisey sem Valur kynnti til leiks í gær. Þá snýr Fanndís Friðriksdóttir aftur eftir barneignaleyfi en Valur saknaði hennar talsvert á síðasta tímabili. Hlín skilur eftir sig stórt markaskarð og Fanndís þarf að hjálpa til við að fylla það og létta undir með Elínu Mettu Jensen í markaskorun. Fyrir utan þær tvær er kannski enginn áreiðanlegur markaskorari í Valshópnum. Lykilmenn Sandra Sigurðardóttir, 34 ára markvörður Sigríður Lára Garðarsdóttir, 27 ára miðjumaður Elín Metta Jensen, 26 ára framherji Gæti sprungið út Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin aftur til Vals eftir lánsdvöl hjá Þrótti í fyrra. Þá skoraði þessi ungi og efnilegi framherji sex mörk í fjórtán leikjum. Sumarið þar áður lék Ólöf á láni hjá ÍA í Lengjudeildinni. Hún er því komin með ágætis reynslu þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára. Ólöf hefur leikið tuttugu leiki og skorað níu mörk fyrir yngri landslið Íslands. Ólöf gæti tekið enn stærra skref fram á við í sumar og fest sig í sessi í sterku Valsliði sem ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn. Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna sem verða á Stöð 2 Sport á fimmtudögum í sumar, sagði sitt álit á liði Vals og Elín Metta Jensen svaraði spurningum.
Breiðablik Ár í deildinni: 33 tímabil í röð í efstu deild (1989-) Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari Sæti í fyrra: 1. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Vilhjálmur Kári Haraldsson (1. tímabil)
Markahæstar hjá Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í fyrra Sveindís Jane Jónsdóttir 14 Agla María Albertsdóttir 14 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 12 Alexandra Jóhannsdóttir 10
Lykilmenn Kristín Dís Árnadóttir, 21 árs varnarmaður Hildur Antonsdóttir, 25 ára miðjumaður Agla María Albertsdóttir, 21 árs kantmaður
Valur Ár í deildinni: 45 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Ellefu sinnum Íslandsmeistari Best í bikar: Þrettán sinnum bikarmeistari Sæti í fyrra: 2. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Pétur Pétursson (4. tímabil)
Markahæstar hjá Val í Pepsi Max-deildinni í fyrra Elín Metta Jensen 13 Hlín Eiríksdóttir 11 Mist Edvarsdóttir 5
Lykilmenn Sandra Sigurðardóttir, 34 ára markvörður Sigríður Lára Garðarsdóttir, 27 ára miðjumaður Elín Metta Jensen, 26 ára framherji
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Spá um 3. og 4. sæti í Pepsi Max kvenna: Blómatíð í Árbæ og Akureyringar upp kirkjutröppurnar Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það þriðja og fjórða sætið sem eru tekin fyrir. 3. maí 2021 10:00 Spá um 5. og 6. sæti í Pepsi Max kvenna: Kanónur kvöddu Selfoss og Stjarnan hreyfist lítið Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það fimmta og sjötta sætið sem eru tekin fyrir. 2. maí 2021 10:00 Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00 Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Spá um 3. og 4. sæti í Pepsi Max kvenna: Blómatíð í Árbæ og Akureyringar upp kirkjutröppurnar Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það þriðja og fjórða sætið sem eru tekin fyrir. 3. maí 2021 10:00
Spá um 5. og 6. sæti í Pepsi Max kvenna: Kanónur kvöddu Selfoss og Stjarnan hreyfist lítið Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það fimmta og sjötta sætið sem eru tekin fyrir. 2. maí 2021 10:00
Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00
Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti