Rýma svæðið næst gosstöðvunum vegna gasmengunar og gjóskufalls Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 16:20 Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir sem standa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum hafa hafist handa við að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum, bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Að sögn ljósmyndara Vísis sem staddur er á svæðinu er verið að rýma svæðið efst uppi á hryggnum fyrir ofan gosið og á fjöllunum í kring hvað næst gosinu. Ekki er þó verið að loka svæðinu alveg. Þá hafi gjóska og litlir hraunmolar fallið yfir viðstadda. Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars kona að gefa ungu barni brjóst á svæðinu þegar gjóskan féll yfir. Björgunarsveitarmaður með gasgrímu og áhrifavaldur í myndatöku á steini við gosstöðvarnar í dag.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fyrr í dag segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í örfáar mínútur en eykst svo aftur með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést að því er fram kom í tilkynningunni. Strókavirknin standi yfir í um tíu mínútur en þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því um klukkan eitt í nótt. Þá hefur verið gríðarlegur hiti við gosstöðvarnar og vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu. Óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Á meðfylgjani myndbandi má sjá aðstæður við gosstöðvarnar eftir hádegi í dag. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Að sögn ljósmyndara Vísis sem staddur er á svæðinu er verið að rýma svæðið efst uppi á hryggnum fyrir ofan gosið og á fjöllunum í kring hvað næst gosinu. Ekki er þó verið að loka svæðinu alveg. Þá hafi gjóska og litlir hraunmolar fallið yfir viðstadda. Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars kona að gefa ungu barni brjóst á svæðinu þegar gjóskan féll yfir. Björgunarsveitarmaður með gasgrímu og áhrifavaldur í myndatöku á steini við gosstöðvarnar í dag.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fyrr í dag segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í örfáar mínútur en eykst svo aftur með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést að því er fram kom í tilkynningunni. Strókavirknin standi yfir í um tíu mínútur en þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því um klukkan eitt í nótt. Þá hefur verið gríðarlegur hiti við gosstöðvarnar og vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu. Óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Á meðfylgjani myndbandi má sjá aðstæður við gosstöðvarnar eftir hádegi í dag.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira