Rýma svæðið næst gosstöðvunum vegna gasmengunar og gjóskufalls Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 16:20 Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir sem standa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum hafa hafist handa við að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum, bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Að sögn ljósmyndara Vísis sem staddur er á svæðinu er verið að rýma svæðið efst uppi á hryggnum fyrir ofan gosið og á fjöllunum í kring hvað næst gosinu. Ekki er þó verið að loka svæðinu alveg. Þá hafi gjóska og litlir hraunmolar fallið yfir viðstadda. Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars kona að gefa ungu barni brjóst á svæðinu þegar gjóskan féll yfir. Björgunarsveitarmaður með gasgrímu og áhrifavaldur í myndatöku á steini við gosstöðvarnar í dag.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fyrr í dag segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í örfáar mínútur en eykst svo aftur með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést að því er fram kom í tilkynningunni. Strókavirknin standi yfir í um tíu mínútur en þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því um klukkan eitt í nótt. Þá hefur verið gríðarlegur hiti við gosstöðvarnar og vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu. Óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Á meðfylgjani myndbandi má sjá aðstæður við gosstöðvarnar eftir hádegi í dag. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Að sögn ljósmyndara Vísis sem staddur er á svæðinu er verið að rýma svæðið efst uppi á hryggnum fyrir ofan gosið og á fjöllunum í kring hvað næst gosinu. Ekki er þó verið að loka svæðinu alveg. Þá hafi gjóska og litlir hraunmolar fallið yfir viðstadda. Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars kona að gefa ungu barni brjóst á svæðinu þegar gjóskan féll yfir. Björgunarsveitarmaður með gasgrímu og áhrifavaldur í myndatöku á steini við gosstöðvarnar í dag.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fyrr í dag segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í örfáar mínútur en eykst svo aftur með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést að því er fram kom í tilkynningunni. Strókavirknin standi yfir í um tíu mínútur en þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því um klukkan eitt í nótt. Þá hefur verið gríðarlegur hiti við gosstöðvarnar og vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu. Óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Á meðfylgjani myndbandi má sjá aðstæður við gosstöðvarnar eftir hádegi í dag.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira