Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna veikinda Sylvía Hall skrifar 1. maí 2021 07:51 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Hún hyggst nú hætta í borgarstjórn sökum veikinda. Mynd/Aðsend Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, hyggst hætta í borgarstjórn vegna veikinda. Hún er þessa stundina í gigtarrannsóknum en engin niðurstaða hefur fengist varðandi veikindi hennar enn sem komið er. Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“ Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira