Kærleikssamfélagið Guðmundur Auðunsson skrifar 30. apríl 2021 16:01 „Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Guðmundur Auðunsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
„Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar