Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 10:34 Ívan Pavlov átti að koma að vörn Ívans Safronóv í dag en hann er fyrrverandi blaðamaður og fyrrvarandi ráðgjafi yfirmanns Geimvísindastofnunar Rússlands. Safronóv hefure verið sakaður um landráð. AP/Gavel Golovkin Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. Pavlov var handtekinn í hótelherbergi í Moskvu en Moscow Times hefur eftir samstarfsmönnum hans að lögregluþjónar hafi brotið niður dyr íbúðar eiginkonu hans í St. Pétursborg og gert þar húsleit. Ekki hefur verið gert ljóst hvaða upplýsingum Pavlov á að hafa lekið en hann tilheyrir hópi lögmanna og blaðamanna sem kallast Team 29. Meðlimir þessa hóps segjast berjast fyrir mannréttindum Rússa og frjálsum aðgangi þeirra að upplýsingum. Pavlov átti að mæta í dómsal í dag vegna máls ríkisins gegn fyrrverandi blaðamanni sem hefur verið sakaður um landráð en hann hefur einnig starfað fyrir samtök stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Samtökunum hefur verið lokað í kjölfar þess að saksóknarar kröfðust þess að lýsa eigi samtökin öfgasamtök. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin en dómari hefur bannað samtökunum að halda úti starfsemi sinni þar til ákvörðun liggur fyrir. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því tilkynnti bandamaður Navalnís að svæðisskrifstofum samtakanna yrði lokað. Þær skrifstofur hafa átt stóran þátt í skipulagningu viðburða og mótmæla um allt Rússland. Undanfarna daga hafa borist fregnir af handtökum á blaðamönnum sem fjölluðu um mótmælin í Rússlandi í kjölfar handtöku Navalnís. Þá hafa yfirvöld í Rússlandi skilgreint sjálfstæða miðilinn Meduza sem útsendara erlendra aðila og miðillinn er nú sagður í miklum fjárhagsörðugleikum. Rússland Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Kremlverjar láta loka skrifstofum samtaka Navalní Rússnesk yfirvöld létu loka skrifstofu samtaka Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu á meðan beðið er úrskurðar dómstóls um hvort að samtökin verði skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í dag. Samtök Navalní berjast gegn spillingu í Rússlandi. 26. apríl 2021 14:04 Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Pavlov var handtekinn í hótelherbergi í Moskvu en Moscow Times hefur eftir samstarfsmönnum hans að lögregluþjónar hafi brotið niður dyr íbúðar eiginkonu hans í St. Pétursborg og gert þar húsleit. Ekki hefur verið gert ljóst hvaða upplýsingum Pavlov á að hafa lekið en hann tilheyrir hópi lögmanna og blaðamanna sem kallast Team 29. Meðlimir þessa hóps segjast berjast fyrir mannréttindum Rússa og frjálsum aðgangi þeirra að upplýsingum. Pavlov átti að mæta í dómsal í dag vegna máls ríkisins gegn fyrrverandi blaðamanni sem hefur verið sakaður um landráð en hann hefur einnig starfað fyrir samtök stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Samtökunum hefur verið lokað í kjölfar þess að saksóknarar kröfðust þess að lýsa eigi samtökin öfgasamtök. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin en dómari hefur bannað samtökunum að halda úti starfsemi sinni þar til ákvörðun liggur fyrir. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því tilkynnti bandamaður Navalnís að svæðisskrifstofum samtakanna yrði lokað. Þær skrifstofur hafa átt stóran þátt í skipulagningu viðburða og mótmæla um allt Rússland. Undanfarna daga hafa borist fregnir af handtökum á blaðamönnum sem fjölluðu um mótmælin í Rússlandi í kjölfar handtöku Navalnís. Þá hafa yfirvöld í Rússlandi skilgreint sjálfstæða miðilinn Meduza sem útsendara erlendra aðila og miðillinn er nú sagður í miklum fjárhagsörðugleikum.
Rússland Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Kremlverjar láta loka skrifstofum samtaka Navalní Rússnesk yfirvöld létu loka skrifstofu samtaka Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu á meðan beðið er úrskurðar dómstóls um hvort að samtökin verði skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í dag. Samtök Navalní berjast gegn spillingu í Rússlandi. 26. apríl 2021 14:04 Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57
Kremlverjar láta loka skrifstofum samtaka Navalní Rússnesk yfirvöld létu loka skrifstofu samtaka Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu á meðan beðið er úrskurðar dómstóls um hvort að samtökin verði skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í dag. Samtök Navalní berjast gegn spillingu í Rússlandi. 26. apríl 2021 14:04
Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40