Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2021 14:53 Alls eru 34 í einangrun á Suðurlandi. Elín Freyja Hauksdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm/HSU Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12
Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10
Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19