Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 15:05 Búlgarar eru reiðir yfir ummælum rússneskra embættismanna um að Búlgaría sé einhverskonar leppríki Evrópusambandsins. Getty/Artur Widak Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008. Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008.
Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira