Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 11:47 Þórólfur fékk fyrri sprautuna af AstraZeneca í gær og sagðist í dag ekki hafa fundið fyrir aukaverkunum. Vísir/Vilhelm Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi en eins og frægt er orðið var hann meðal þeirra sem voru bólusettir í gær. Á þriðjudag voru bólusettir einstaklingar með langvinna sjúkdóma en í gær einstaklingar á aldrinum 60 til 69 ára. Þórólfur sagði að það væri ánægjulegt hversu margir hefðu þegið bólusetningu í gær, enda væri efnið jafn virkt og örugg og önnur fyrir þann hóp sem stæði það til boða. Hann sagði fjölda fyrirspurna hafa borist vegna bóluefnisins engu að síður og bað fólk um að sýna biðlund. Mikið álag væri á starfsmönnum heilsugæslunnar vegna fjölda fyrirspurna en þeim yrði öllum svarað með tíð og tíma. Þá benti hann fólki á að leita upplýsinga á covid.is og á vef Landlæknisembættisins og sagðist gruna að þar mætti finna mörg þeirra svara sem leitað væri að. Þórólfur sagði að í lok júní ættu Íslendingar að hafa fengið 360 þúsund skammta af bóluefni og væru þá ekki talin með sendingar AstraZeneca og Janssen í maí og júní, þar sem dreifingaráætlun fyrirtækjanna lægi ekki fyrir. Aðspurður sagðist Þórólfur telja afléttingaráætlun stjórnvalda raunhæfa, að því gefnu að aðgerðir á landamærunum bæru árangur og að dreifingaráætlanir lyfjaframleiðandanna stæðust. Þá sagði hann fyrri skammt bóluefnanna veita vernd gegn alvarlegum veikindum en fólk gæti enn fengið veiruna og smitað aðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi en eins og frægt er orðið var hann meðal þeirra sem voru bólusettir í gær. Á þriðjudag voru bólusettir einstaklingar með langvinna sjúkdóma en í gær einstaklingar á aldrinum 60 til 69 ára. Þórólfur sagði að það væri ánægjulegt hversu margir hefðu þegið bólusetningu í gær, enda væri efnið jafn virkt og örugg og önnur fyrir þann hóp sem stæði það til boða. Hann sagði fjölda fyrirspurna hafa borist vegna bóluefnisins engu að síður og bað fólk um að sýna biðlund. Mikið álag væri á starfsmönnum heilsugæslunnar vegna fjölda fyrirspurna en þeim yrði öllum svarað með tíð og tíma. Þá benti hann fólki á að leita upplýsinga á covid.is og á vef Landlæknisembættisins og sagðist gruna að þar mætti finna mörg þeirra svara sem leitað væri að. Þórólfur sagði að í lok júní ættu Íslendingar að hafa fengið 360 þúsund skammta af bóluefni og væru þá ekki talin með sendingar AstraZeneca og Janssen í maí og júní, þar sem dreifingaráætlun fyrirtækjanna lægi ekki fyrir. Aðspurður sagðist Þórólfur telja afléttingaráætlun stjórnvalda raunhæfa, að því gefnu að aðgerðir á landamærunum bæru árangur og að dreifingaráætlanir lyfjaframleiðandanna stæðust. Þá sagði hann fyrri skammt bóluefnanna veita vernd gegn alvarlegum veikindum en fólk gæti enn fengið veiruna og smitað aðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira