Þórður í Skógum er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2021 16:43 Þórður Tómasson í Skógum, sem fagnar 100 ára afmæli sínu í dag, 28. apríl 2021. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur. Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira