Gerðu lengsta samning í sögu Bundesligunnar Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 12:30 Philipp Max og Alfreð Finnbogason, leikmenn Augsburg. AFP/NENT Group Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur framlengt sýningarrétt sinn á þýsku Bundesligunni og verður sýnt frá þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á streymisveitunni Viaplay til ársins 2029. Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils. Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku. Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila. Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf. Þýski boltinn Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35 Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils. Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku. Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila. Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.
Þýski boltinn Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35 Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12
Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35
Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13