Færa aðstöðuna á vellinum sem er svo gott sem sprungin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 18:21 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið að taka á móti farþegum sem komu hingað til lands í dag, en nýjar reglur á landamærunum hafa nú tekið gildi. Hann segir aðstöðu til að skima og skoða vottorð komufarþega vera sprungna og unnið sé að lausnum. Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira