Færa aðstöðuna á vellinum sem er svo gott sem sprungin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 18:21 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið að taka á móti farþegum sem komu hingað til lands í dag, en nýjar reglur á landamærunum hafa nú tekið gildi. Hann segir aðstöðu til að skima og skoða vottorð komufarþega vera sprungna og unnið sé að lausnum. Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira