Færa aðstöðuna á vellinum sem er svo gott sem sprungin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 18:21 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið að taka á móti farþegum sem komu hingað til lands í dag, en nýjar reglur á landamærunum hafa nú tekið gildi. Hann segir aðstöðu til að skima og skoða vottorð komufarþega vera sprungna og unnið sé að lausnum. Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira