Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Sunna Sæmundsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. apríl 2021 15:19 Þó nokkrir hafa greinst smitaðir á Þorlákshöfn og er búist við því að þeim muni fjölga. Vísir/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira