Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Sunna Sæmundsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. apríl 2021 15:19 Þó nokkrir hafa greinst smitaðir á Þorlákshöfn og er búist við því að þeim muni fjölga. Vísir/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira