Hættum að skattleggja fátækt Kristjana Rut Atladóttir skrifar 27. apríl 2021 14:30 Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Sjá meira
Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun