Hættum að skattleggja fátækt Kristjana Rut Atladóttir skrifar 27. apríl 2021 14:30 Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun