Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku finni það fyrir einkennum. Vísir/Vilhelm Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. Sextán greindust smitaðir í gær og tengist meirihluti smitanna hópsmitinu í Ölfusi. Aðrir tengjast hópsmitinu á Jörfa. Þrettán voru í sóttkví en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir allan gang á því hversu lengi sóttkví hafði staðið yfir. Varðandi útbreiðslu segir hann jákvætt að tilfellin megi rekja til hópsmitanna. „En þetta er náttúrulega alltaf eitthvað útbreitt þar sem þetta er dálítið vítt í kringum þessi hópsmit og þá eru það aðilar sem ekki hafa komið upp í smitrakningunni sjálfri og eru þannig að greinast þegar við erum að fara út í víðtækar sýnatökur í kringum þessi tilfelli,“ segir Þórólfur. Grunnskólinn á Þorlákshöfn er lokaður í dag og flestir foreldrar héldu leikskólabörnum heima til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.Vísir/Vilhelm Hann segir stöðuna ekki gefa tilefni til þess að herða aðgerðir. „Það virðist vera sem það takist að halda þessu í horfinu með þessum aðgerðum sem eru í gangi núna. En það virðist þó ætla að taka einhvern lengi tíma að ná að útrýma þessu.“ Hann segir marga með lítil einkenni og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Hópsmitið á Suðurlandi megi meðal annars rekja til þess að fólk hafi ekki brugðist nógu snemma við því. „Það má allavega rekja það til þess að fólk hefur ekki farið í sýnatöku þegar fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma og er í vinnunni og annars staðar. Við höfum verið að klifa á því töluverðan tíma að fólk virkilega gæti að sér og fari í sýnatöku við minnsta tilefni. Það er greinilegt að fólk er ekki alveg að fara eftir því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sextán greindust smitaðir í gær og tengist meirihluti smitanna hópsmitinu í Ölfusi. Aðrir tengjast hópsmitinu á Jörfa. Þrettán voru í sóttkví en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir allan gang á því hversu lengi sóttkví hafði staðið yfir. Varðandi útbreiðslu segir hann jákvætt að tilfellin megi rekja til hópsmitanna. „En þetta er náttúrulega alltaf eitthvað útbreitt þar sem þetta er dálítið vítt í kringum þessi hópsmit og þá eru það aðilar sem ekki hafa komið upp í smitrakningunni sjálfri og eru þannig að greinast þegar við erum að fara út í víðtækar sýnatökur í kringum þessi tilfelli,“ segir Þórólfur. Grunnskólinn á Þorlákshöfn er lokaður í dag og flestir foreldrar héldu leikskólabörnum heima til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.Vísir/Vilhelm Hann segir stöðuna ekki gefa tilefni til þess að herða aðgerðir. „Það virðist vera sem það takist að halda þessu í horfinu með þessum aðgerðum sem eru í gangi núna. En það virðist þó ætla að taka einhvern lengi tíma að ná að útrýma þessu.“ Hann segir marga með lítil einkenni og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Hópsmitið á Suðurlandi megi meðal annars rekja til þess að fólk hafi ekki brugðist nógu snemma við því. „Það má allavega rekja það til þess að fólk hefur ekki farið í sýnatöku þegar fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma og er í vinnunni og annars staðar. Við höfum verið að klifa á því töluverðan tíma að fólk virkilega gæti að sér og fari í sýnatöku við minnsta tilefni. Það er greinilegt að fólk er ekki alveg að fara eftir því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira