Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2021 12:29 Hátt í 300 manns komast fyrir í salnum hverju sinni. Vísir/Vilhelm Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. Vel hefur gengið að bólusetja það sem af er degi og stutt bið í röð. Allt að 140 manns eru bólusettir í hverri lotu fyrir sig og hver lotan bólusett á fætur annarri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum í morgun og fangaði stemninguna. Í dag verður notast við bóluefnið frá Pfizer og fólk bólusett með undirliggjandi sjúkdóma. Á morgun hefur fólk 60 ára og eldra verið boðað í bólusetningu en þá verður notast við bóluefnið frá AstraZeneca. Löng röð myndaðist í morgun en það gekk greiðlega að komast inn.Vísir/Vilhelm Á fimmtudaginn verður síðan haldið áfram niður aldurslistann í 60 ára og eldri hópnum. RÚV hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að straumlínulaga bólusetningarferlið þannig að það taki skemmri tíma. Þannig sé stefnt að því að bólusetja sex þúsund í dag en 9.500 á morgun og þaðan í frá, svo lengi sem nægt bóluefni sé til. Allt að fjórtán heilbrigðisstarfsmenn munduðu sprautuna á hverjum tíma, í mjög svo samstilltu átaki.Vísir/Vilhelm Allir sem þiggja bólusetningu þurfa að mæta með skilríki og grímu. „Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef heilsugæslunnar. Lögregla stjórnaði umferð inn og út úr salnum og fylgdist með því að allt gekk vel.Vísir/Vilhelm Þegar fólk hafði komið sér fyrir var heilbrigðisstarfsfólkið hrópað af stað og gekk svo skipulega á röðina.Vísir/Vilhelm Bólusettu fengu leiðbeiningar um að vera kyrrir í um 15 mínútur og upplýstir um að þeir fengju seinni skammtinn eftir þrjár til fjórar vikur.Vísir/Vilhelm Allt í góðu hér!Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Vel hefur gengið að bólusetja það sem af er degi og stutt bið í röð. Allt að 140 manns eru bólusettir í hverri lotu fyrir sig og hver lotan bólusett á fætur annarri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum í morgun og fangaði stemninguna. Í dag verður notast við bóluefnið frá Pfizer og fólk bólusett með undirliggjandi sjúkdóma. Á morgun hefur fólk 60 ára og eldra verið boðað í bólusetningu en þá verður notast við bóluefnið frá AstraZeneca. Löng röð myndaðist í morgun en það gekk greiðlega að komast inn.Vísir/Vilhelm Á fimmtudaginn verður síðan haldið áfram niður aldurslistann í 60 ára og eldri hópnum. RÚV hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að straumlínulaga bólusetningarferlið þannig að það taki skemmri tíma. Þannig sé stefnt að því að bólusetja sex þúsund í dag en 9.500 á morgun og þaðan í frá, svo lengi sem nægt bóluefni sé til. Allt að fjórtán heilbrigðisstarfsmenn munduðu sprautuna á hverjum tíma, í mjög svo samstilltu átaki.Vísir/Vilhelm Allir sem þiggja bólusetningu þurfa að mæta með skilríki og grímu. „Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef heilsugæslunnar. Lögregla stjórnaði umferð inn og út úr salnum og fylgdist með því að allt gekk vel.Vísir/Vilhelm Þegar fólk hafði komið sér fyrir var heilbrigðisstarfsfólkið hrópað af stað og gekk svo skipulega á röðina.Vísir/Vilhelm Bólusettu fengu leiðbeiningar um að vera kyrrir í um 15 mínútur og upplýstir um að þeir fengju seinni skammtinn eftir þrjár til fjórar vikur.Vísir/Vilhelm Allt í góðu hér!Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira