„Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:31 Hópsmit er komið upp í Ölfuss. Vísir/Vilhelm Segja má að bæjarfélagið Þorlákshöfn liggi í hálfgerðum dvala í dag. Grunnskólanum og bókasafni hefur verið lokað, einungis nokkur börn eru á leikskólanum og æfingar falla niður. Bæjarstjóri segir reynt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira