Við tókum púlsinn Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2021 09:01 Festa árið 2020 Heimsfaraldurinn COVID-19 hafði áhrif á starfsemi Festu líkt og annarra. Við héldum mest megnis til í netheimum í fjölmörgum gjöfulum samtölum, flestir viðburðir sem við héldum og samfélagsmiðlar Festu voru svo að segja rauðglóandi og fjölsóttir. Viðburðir voru ekki eins margir og árið áður, eðli málsins samkvæmt, en þeir voru mjög vel sóttir. Við sniðum miðlun og fræðslu eftir aðstæðum, við tókum púlsinn reglulega með aðildarfélögum okkar á áhrif faraldursins á rekstur, vinnustaðinn og markmið í sjálfbærni. Við nýttum andrýmið og áhrif faraldursins til að kafa ofan í breytingar í heiminum og tálga sýn okkar á það hvernig Festa gæti sem best komið að gagni á þessum ólgutímum. Hvernig getum við, sem brúarsmiður, auðveldari og kröftugt leiðarljós um sjálfbærni, gert sem mest gagn í núverandi ástandi? Við hugsuðum langt fram í tímann, við greindum áskoranir og tækifæri hvað sjálfbæra framtíð varðar í ljósi stöðunnar og söfnuðum liði til að undirbúa mikilvæg skref fyrir komandi ár og áratug. Mikilvæg skref og áskoranir Eitt af þessum skrefum var Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærra fjárfestinga, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamband lífeyrissjóða. Ef öllu fjármagni væri veitt í starfsemi sem er uppbyggileg fyrir fólk og plánetu væri sjálfbærni og hringrásarhagkerfið norm. Með þessa hugsun að leiðarljósi varð það að veruleika að forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði, skrifuðu undir Viljayfirlýsingu um sjálfbærar fjárfestingar þann 25. september sl. Í upphafi faraldursins settum við okkur í þær stellingar að vona það besta en búa okkur undir það versta hvað rekstrarskilyrði Festu varðar. Það kom fljótt í ljós að heimsfaraldurinn færði nær fólki alþjóðlegar áskoranir eins og loftslagsvána, versnandi stöðu jarðarinnar og villtrar náttúru, vaxandi ójöfnuð og fátækt. Áherslur á sjálfbærni í laga- og reglugerð, þróun mælikvarða og stefnumótun leiðandi aðila á alþjóðlegum markaði tók risastökk. Greinaskrif og umræður um mikilvægi þess að umbreyta hagkerfum og viðskiptamódelum úr ósjálfbærum í sjálfbær fengu stóraukinn slagkraft, og aldrei fyrr hefur áhugi á fjárfestingum með sjálfbærni að leiðarljósi verið eins mikill og skilað jafn jákvæðri afkomu eins og á árinu 2020. Sjálfbærni og íslenskt atvinnulíf Íslenskt atvinnulíf fór ekki varhuga af þessari þróun og á árinu bættust við 33 ný aðildarfélög í Festu. Á síðastliðnum tveimur árum hefur aðildarfélögum í Festu fjölgað um rúmlega 50%. Á Janúarráðstefnu Festu í upphafi þessa árs, sem bar yfirskiftina Nýtt Upphaf, horfði því sem nemur 1% af íslensku þjóðinni í beinni útsendingu á fimm fjölmiðlum og facebook síðu Festu. Á einni viku höfðu 8000 manns horft á ráðstefnuna. Áhuginn er greinilega mjög mikill og skilaboðin eru skýr: Sjálfbær rekstur er risavaxið viðskiptatækifæri og eina leiðin að bjartri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Að vera þátttakandi í fræðslu- og þekkingarsamfélagi eins og Festu felur í sér mikinn ávinning fyrir þá sem vilja læra hratt og vera leiðandi. Vera með puttann á púlsinum þegar kemur að hröðum breytingum á viðskiptamódelum, örri þróun laga og reglna, ekki síður en mælingum á sjálfbærni, eða viðhorfum neytenda og kröfum fjárfesta. Að virkja bæði hugvit og erindi Festa heldur áfram að vinna markvisst með og læra af ungu fólki, að byggja upp leiðtogafærni þeirra og þekkingu á sviði sjálfbærni og við erum lánsöm að fá að njóta krafta þeirra eins og raun ber vitni. Það má segja að yfirskrift Janúarráðstefnunnar árið 2020 í Hörpunni hafi slegið tóninn – Sóknarfæri á tímum Alkemíu. Hún vísar í sköpunarkraft manneskjunnar og getuna til að endurhugsa og skapa verðmæti við erfiðar aðstæður, sem og að umbreyta ferlum, vörum og hugarfari í sátt við jörð, fólk og komandi kynslóðir. Árið 2020 sýndi okkur, svo ekki verður um villst, að við getum ekki bara breytt hegðun okkar hratt og unnið samstillt að settu marki, heldur að vísindaleg þekking og tækni hefur burði til að leysa risavaxnar áskoranir samtímans á meiri hraða en okkur óraði fyrir. Þetta er von-gefandi, því án þessarar getu erum við í vondum málum. Í ljósi landamæralausra áskorana sem við okkur blasa, breytinga og einstakra tækifæra til að virkja bæði hugvit og erindi, fögnum við hjá Festu því að slíkur slagkraftur skuli vera í okkar samfélagi. Ársskýrslu Festu 2020 sem nálgast á heimasíðu Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Festa árið 2020 Heimsfaraldurinn COVID-19 hafði áhrif á starfsemi Festu líkt og annarra. Við héldum mest megnis til í netheimum í fjölmörgum gjöfulum samtölum, flestir viðburðir sem við héldum og samfélagsmiðlar Festu voru svo að segja rauðglóandi og fjölsóttir. Viðburðir voru ekki eins margir og árið áður, eðli málsins samkvæmt, en þeir voru mjög vel sóttir. Við sniðum miðlun og fræðslu eftir aðstæðum, við tókum púlsinn reglulega með aðildarfélögum okkar á áhrif faraldursins á rekstur, vinnustaðinn og markmið í sjálfbærni. Við nýttum andrýmið og áhrif faraldursins til að kafa ofan í breytingar í heiminum og tálga sýn okkar á það hvernig Festa gæti sem best komið að gagni á þessum ólgutímum. Hvernig getum við, sem brúarsmiður, auðveldari og kröftugt leiðarljós um sjálfbærni, gert sem mest gagn í núverandi ástandi? Við hugsuðum langt fram í tímann, við greindum áskoranir og tækifæri hvað sjálfbæra framtíð varðar í ljósi stöðunnar og söfnuðum liði til að undirbúa mikilvæg skref fyrir komandi ár og áratug. Mikilvæg skref og áskoranir Eitt af þessum skrefum var Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærra fjárfestinga, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamband lífeyrissjóða. Ef öllu fjármagni væri veitt í starfsemi sem er uppbyggileg fyrir fólk og plánetu væri sjálfbærni og hringrásarhagkerfið norm. Með þessa hugsun að leiðarljósi varð það að veruleika að forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði, skrifuðu undir Viljayfirlýsingu um sjálfbærar fjárfestingar þann 25. september sl. Í upphafi faraldursins settum við okkur í þær stellingar að vona það besta en búa okkur undir það versta hvað rekstrarskilyrði Festu varðar. Það kom fljótt í ljós að heimsfaraldurinn færði nær fólki alþjóðlegar áskoranir eins og loftslagsvána, versnandi stöðu jarðarinnar og villtrar náttúru, vaxandi ójöfnuð og fátækt. Áherslur á sjálfbærni í laga- og reglugerð, þróun mælikvarða og stefnumótun leiðandi aðila á alþjóðlegum markaði tók risastökk. Greinaskrif og umræður um mikilvægi þess að umbreyta hagkerfum og viðskiptamódelum úr ósjálfbærum í sjálfbær fengu stóraukinn slagkraft, og aldrei fyrr hefur áhugi á fjárfestingum með sjálfbærni að leiðarljósi verið eins mikill og skilað jafn jákvæðri afkomu eins og á árinu 2020. Sjálfbærni og íslenskt atvinnulíf Íslenskt atvinnulíf fór ekki varhuga af þessari þróun og á árinu bættust við 33 ný aðildarfélög í Festu. Á síðastliðnum tveimur árum hefur aðildarfélögum í Festu fjölgað um rúmlega 50%. Á Janúarráðstefnu Festu í upphafi þessa árs, sem bar yfirskiftina Nýtt Upphaf, horfði því sem nemur 1% af íslensku þjóðinni í beinni útsendingu á fimm fjölmiðlum og facebook síðu Festu. Á einni viku höfðu 8000 manns horft á ráðstefnuna. Áhuginn er greinilega mjög mikill og skilaboðin eru skýr: Sjálfbær rekstur er risavaxið viðskiptatækifæri og eina leiðin að bjartri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Að vera þátttakandi í fræðslu- og þekkingarsamfélagi eins og Festu felur í sér mikinn ávinning fyrir þá sem vilja læra hratt og vera leiðandi. Vera með puttann á púlsinum þegar kemur að hröðum breytingum á viðskiptamódelum, örri þróun laga og reglna, ekki síður en mælingum á sjálfbærni, eða viðhorfum neytenda og kröfum fjárfesta. Að virkja bæði hugvit og erindi Festa heldur áfram að vinna markvisst með og læra af ungu fólki, að byggja upp leiðtogafærni þeirra og þekkingu á sviði sjálfbærni og við erum lánsöm að fá að njóta krafta þeirra eins og raun ber vitni. Það má segja að yfirskrift Janúarráðstefnunnar árið 2020 í Hörpunni hafi slegið tóninn – Sóknarfæri á tímum Alkemíu. Hún vísar í sköpunarkraft manneskjunnar og getuna til að endurhugsa og skapa verðmæti við erfiðar aðstæður, sem og að umbreyta ferlum, vörum og hugarfari í sátt við jörð, fólk og komandi kynslóðir. Árið 2020 sýndi okkur, svo ekki verður um villst, að við getum ekki bara breytt hegðun okkar hratt og unnið samstillt að settu marki, heldur að vísindaleg þekking og tækni hefur burði til að leysa risavaxnar áskoranir samtímans á meiri hraða en okkur óraði fyrir. Þetta er von-gefandi, því án þessarar getu erum við í vondum málum. Í ljósi landamæralausra áskorana sem við okkur blasa, breytinga og einstakra tækifæra til að virkja bæði hugvit og erindi, fögnum við hjá Festu því að slíkur slagkraftur skuli vera í okkar samfélagi. Ársskýrslu Festu 2020 sem nálgast á heimasíðu Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun