Við tókum púlsinn Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2021 09:01 Festa árið 2020 Heimsfaraldurinn COVID-19 hafði áhrif á starfsemi Festu líkt og annarra. Við héldum mest megnis til í netheimum í fjölmörgum gjöfulum samtölum, flestir viðburðir sem við héldum og samfélagsmiðlar Festu voru svo að segja rauðglóandi og fjölsóttir. Viðburðir voru ekki eins margir og árið áður, eðli málsins samkvæmt, en þeir voru mjög vel sóttir. Við sniðum miðlun og fræðslu eftir aðstæðum, við tókum púlsinn reglulega með aðildarfélögum okkar á áhrif faraldursins á rekstur, vinnustaðinn og markmið í sjálfbærni. Við nýttum andrýmið og áhrif faraldursins til að kafa ofan í breytingar í heiminum og tálga sýn okkar á það hvernig Festa gæti sem best komið að gagni á þessum ólgutímum. Hvernig getum við, sem brúarsmiður, auðveldari og kröftugt leiðarljós um sjálfbærni, gert sem mest gagn í núverandi ástandi? Við hugsuðum langt fram í tímann, við greindum áskoranir og tækifæri hvað sjálfbæra framtíð varðar í ljósi stöðunnar og söfnuðum liði til að undirbúa mikilvæg skref fyrir komandi ár og áratug. Mikilvæg skref og áskoranir Eitt af þessum skrefum var Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærra fjárfestinga, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamband lífeyrissjóða. Ef öllu fjármagni væri veitt í starfsemi sem er uppbyggileg fyrir fólk og plánetu væri sjálfbærni og hringrásarhagkerfið norm. Með þessa hugsun að leiðarljósi varð það að veruleika að forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði, skrifuðu undir Viljayfirlýsingu um sjálfbærar fjárfestingar þann 25. september sl. Í upphafi faraldursins settum við okkur í þær stellingar að vona það besta en búa okkur undir það versta hvað rekstrarskilyrði Festu varðar. Það kom fljótt í ljós að heimsfaraldurinn færði nær fólki alþjóðlegar áskoranir eins og loftslagsvána, versnandi stöðu jarðarinnar og villtrar náttúru, vaxandi ójöfnuð og fátækt. Áherslur á sjálfbærni í laga- og reglugerð, þróun mælikvarða og stefnumótun leiðandi aðila á alþjóðlegum markaði tók risastökk. Greinaskrif og umræður um mikilvægi þess að umbreyta hagkerfum og viðskiptamódelum úr ósjálfbærum í sjálfbær fengu stóraukinn slagkraft, og aldrei fyrr hefur áhugi á fjárfestingum með sjálfbærni að leiðarljósi verið eins mikill og skilað jafn jákvæðri afkomu eins og á árinu 2020. Sjálfbærni og íslenskt atvinnulíf Íslenskt atvinnulíf fór ekki varhuga af þessari þróun og á árinu bættust við 33 ný aðildarfélög í Festu. Á síðastliðnum tveimur árum hefur aðildarfélögum í Festu fjölgað um rúmlega 50%. Á Janúarráðstefnu Festu í upphafi þessa árs, sem bar yfirskiftina Nýtt Upphaf, horfði því sem nemur 1% af íslensku þjóðinni í beinni útsendingu á fimm fjölmiðlum og facebook síðu Festu. Á einni viku höfðu 8000 manns horft á ráðstefnuna. Áhuginn er greinilega mjög mikill og skilaboðin eru skýr: Sjálfbær rekstur er risavaxið viðskiptatækifæri og eina leiðin að bjartri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Að vera þátttakandi í fræðslu- og þekkingarsamfélagi eins og Festu felur í sér mikinn ávinning fyrir þá sem vilja læra hratt og vera leiðandi. Vera með puttann á púlsinum þegar kemur að hröðum breytingum á viðskiptamódelum, örri þróun laga og reglna, ekki síður en mælingum á sjálfbærni, eða viðhorfum neytenda og kröfum fjárfesta. Að virkja bæði hugvit og erindi Festa heldur áfram að vinna markvisst með og læra af ungu fólki, að byggja upp leiðtogafærni þeirra og þekkingu á sviði sjálfbærni og við erum lánsöm að fá að njóta krafta þeirra eins og raun ber vitni. Það má segja að yfirskrift Janúarráðstefnunnar árið 2020 í Hörpunni hafi slegið tóninn – Sóknarfæri á tímum Alkemíu. Hún vísar í sköpunarkraft manneskjunnar og getuna til að endurhugsa og skapa verðmæti við erfiðar aðstæður, sem og að umbreyta ferlum, vörum og hugarfari í sátt við jörð, fólk og komandi kynslóðir. Árið 2020 sýndi okkur, svo ekki verður um villst, að við getum ekki bara breytt hegðun okkar hratt og unnið samstillt að settu marki, heldur að vísindaleg þekking og tækni hefur burði til að leysa risavaxnar áskoranir samtímans á meiri hraða en okkur óraði fyrir. Þetta er von-gefandi, því án þessarar getu erum við í vondum málum. Í ljósi landamæralausra áskorana sem við okkur blasa, breytinga og einstakra tækifæra til að virkja bæði hugvit og erindi, fögnum við hjá Festu því að slíkur slagkraftur skuli vera í okkar samfélagi. Ársskýrslu Festu 2020 sem nálgast á heimasíðu Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Festa árið 2020 Heimsfaraldurinn COVID-19 hafði áhrif á starfsemi Festu líkt og annarra. Við héldum mest megnis til í netheimum í fjölmörgum gjöfulum samtölum, flestir viðburðir sem við héldum og samfélagsmiðlar Festu voru svo að segja rauðglóandi og fjölsóttir. Viðburðir voru ekki eins margir og árið áður, eðli málsins samkvæmt, en þeir voru mjög vel sóttir. Við sniðum miðlun og fræðslu eftir aðstæðum, við tókum púlsinn reglulega með aðildarfélögum okkar á áhrif faraldursins á rekstur, vinnustaðinn og markmið í sjálfbærni. Við nýttum andrýmið og áhrif faraldursins til að kafa ofan í breytingar í heiminum og tálga sýn okkar á það hvernig Festa gæti sem best komið að gagni á þessum ólgutímum. Hvernig getum við, sem brúarsmiður, auðveldari og kröftugt leiðarljós um sjálfbærni, gert sem mest gagn í núverandi ástandi? Við hugsuðum langt fram í tímann, við greindum áskoranir og tækifæri hvað sjálfbæra framtíð varðar í ljósi stöðunnar og söfnuðum liði til að undirbúa mikilvæg skref fyrir komandi ár og áratug. Mikilvæg skref og áskoranir Eitt af þessum skrefum var Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærra fjárfestinga, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamband lífeyrissjóða. Ef öllu fjármagni væri veitt í starfsemi sem er uppbyggileg fyrir fólk og plánetu væri sjálfbærni og hringrásarhagkerfið norm. Með þessa hugsun að leiðarljósi varð það að veruleika að forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði, skrifuðu undir Viljayfirlýsingu um sjálfbærar fjárfestingar þann 25. september sl. Í upphafi faraldursins settum við okkur í þær stellingar að vona það besta en búa okkur undir það versta hvað rekstrarskilyrði Festu varðar. Það kom fljótt í ljós að heimsfaraldurinn færði nær fólki alþjóðlegar áskoranir eins og loftslagsvána, versnandi stöðu jarðarinnar og villtrar náttúru, vaxandi ójöfnuð og fátækt. Áherslur á sjálfbærni í laga- og reglugerð, þróun mælikvarða og stefnumótun leiðandi aðila á alþjóðlegum markaði tók risastökk. Greinaskrif og umræður um mikilvægi þess að umbreyta hagkerfum og viðskiptamódelum úr ósjálfbærum í sjálfbær fengu stóraukinn slagkraft, og aldrei fyrr hefur áhugi á fjárfestingum með sjálfbærni að leiðarljósi verið eins mikill og skilað jafn jákvæðri afkomu eins og á árinu 2020. Sjálfbærni og íslenskt atvinnulíf Íslenskt atvinnulíf fór ekki varhuga af þessari þróun og á árinu bættust við 33 ný aðildarfélög í Festu. Á síðastliðnum tveimur árum hefur aðildarfélögum í Festu fjölgað um rúmlega 50%. Á Janúarráðstefnu Festu í upphafi þessa árs, sem bar yfirskiftina Nýtt Upphaf, horfði því sem nemur 1% af íslensku þjóðinni í beinni útsendingu á fimm fjölmiðlum og facebook síðu Festu. Á einni viku höfðu 8000 manns horft á ráðstefnuna. Áhuginn er greinilega mjög mikill og skilaboðin eru skýr: Sjálfbær rekstur er risavaxið viðskiptatækifæri og eina leiðin að bjartri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Að vera þátttakandi í fræðslu- og þekkingarsamfélagi eins og Festu felur í sér mikinn ávinning fyrir þá sem vilja læra hratt og vera leiðandi. Vera með puttann á púlsinum þegar kemur að hröðum breytingum á viðskiptamódelum, örri þróun laga og reglna, ekki síður en mælingum á sjálfbærni, eða viðhorfum neytenda og kröfum fjárfesta. Að virkja bæði hugvit og erindi Festa heldur áfram að vinna markvisst með og læra af ungu fólki, að byggja upp leiðtogafærni þeirra og þekkingu á sviði sjálfbærni og við erum lánsöm að fá að njóta krafta þeirra eins og raun ber vitni. Það má segja að yfirskrift Janúarráðstefnunnar árið 2020 í Hörpunni hafi slegið tóninn – Sóknarfæri á tímum Alkemíu. Hún vísar í sköpunarkraft manneskjunnar og getuna til að endurhugsa og skapa verðmæti við erfiðar aðstæður, sem og að umbreyta ferlum, vörum og hugarfari í sátt við jörð, fólk og komandi kynslóðir. Árið 2020 sýndi okkur, svo ekki verður um villst, að við getum ekki bara breytt hegðun okkar hratt og unnið samstillt að settu marki, heldur að vísindaleg þekking og tækni hefur burði til að leysa risavaxnar áskoranir samtímans á meiri hraða en okkur óraði fyrir. Þetta er von-gefandi, því án þessarar getu erum við í vondum málum. Í ljósi landamæralausra áskorana sem við okkur blasa, breytinga og einstakra tækifæra til að virkja bæði hugvit og erindi, fögnum við hjá Festu því að slíkur slagkraftur skuli vera í okkar samfélagi. Ársskýrslu Festu 2020 sem nálgast á heimasíðu Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun