Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 2,5 prósent í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2021 10:44 Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimila. Hingað til hafa fyrstu niðurstöður birst um 15 mánuðum eftir lok viðmiðunartímabils. Vísir/Hanna Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%. Í mælingum á ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2020 gætir merkjanlegra áhrifa kórónuveirufaraldursins og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að draga úr efnahagslegum áhrifum hans. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Auknar lífeyristekjur heimila skýrist af úttekt séreignalífeyrissparnaðar Heildartekjur heimilanna jukust árið 2020 um 3% frá fyrra ári. Sá liður sem vegur þyngst í hækkun ráðstöfunartekna heimilisgeirans eru lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 105 milljarða frá fyrra ári eða um 27%. Þar af nam aukning í greiðslum almennra atvinnuleysisbóta ríflega 30 milljörðum króna auk greiðslna hlutaatvinnuleysibóta sem áætlað er að hafi numið um 23,5 milljörðum króna á árin, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Í auknum félagslegum tilfærslum gætir einnig áhrifa annara aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, meðal annars greiðslu sérstaks barnabótaauka. Auknar lífeyristekjur heimila eru sagðar skýrast einkum af tímabundinni heimild til úttektar séreignalífeyrissparnaðar sem áætlað er að hafi numið rúmlega 20 milljörðum króna á árinu 2020. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu um 18% af heildartekjum heimilanna árið 2020, samanborið við ríflega 14% árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna og kaupmáttar frá árinu 2004.Hagstofa Íslands Tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans drógust saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Hagstofan birtir nú í fyrsta skipti bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimilageirans samkvæmt aðferðafræði þjóðhagsreikninga. Hagstofan mun birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Launatekjur heimilanna drógust saman Áætlað er að launatekjur heimila hafi dregist saman um 2% á milli áranna 2019 og 2020 en skattar á laun hafi dregist saman um 1% á sama tímabili. Skýrist samdráttur í launatekjum heimila einkum af auknu atvinnuleysi en samkvæmt áður birtum niðurstöðum þjóðhagsreikninga fækkaði starfandi einstaklingum á vinnumarkaði um 4% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Að sögn Hagstofunnar gætir jafnframt áhrifa kjarasamningsbundinna launahækkana í mælingum auk óbeinna áhrifa aðgerða stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum. Launatekjur heimilanna námu 58% heildartekna þeirra árið 2020 og hefur hlutdeild launatekna ekki verið lægri síðan árið 2014. Eignatekjur heimila jukust um 2% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist einkum af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 12% á tímabilinu. Áætlað er að vaxtagjöld heimila hafi hins vegar dregist saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Í mælingum á ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2020 gætir merkjanlegra áhrifa kórónuveirufaraldursins og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að draga úr efnahagslegum áhrifum hans. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Auknar lífeyristekjur heimila skýrist af úttekt séreignalífeyrissparnaðar Heildartekjur heimilanna jukust árið 2020 um 3% frá fyrra ári. Sá liður sem vegur þyngst í hækkun ráðstöfunartekna heimilisgeirans eru lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 105 milljarða frá fyrra ári eða um 27%. Þar af nam aukning í greiðslum almennra atvinnuleysisbóta ríflega 30 milljörðum króna auk greiðslna hlutaatvinnuleysibóta sem áætlað er að hafi numið um 23,5 milljörðum króna á árin, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Í auknum félagslegum tilfærslum gætir einnig áhrifa annara aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, meðal annars greiðslu sérstaks barnabótaauka. Auknar lífeyristekjur heimila eru sagðar skýrast einkum af tímabundinni heimild til úttektar séreignalífeyrissparnaðar sem áætlað er að hafi numið rúmlega 20 milljörðum króna á árinu 2020. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu um 18% af heildartekjum heimilanna árið 2020, samanborið við ríflega 14% árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna og kaupmáttar frá árinu 2004.Hagstofa Íslands Tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans drógust saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Hagstofan birtir nú í fyrsta skipti bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimilageirans samkvæmt aðferðafræði þjóðhagsreikninga. Hagstofan mun birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Launatekjur heimilanna drógust saman Áætlað er að launatekjur heimila hafi dregist saman um 2% á milli áranna 2019 og 2020 en skattar á laun hafi dregist saman um 1% á sama tímabili. Skýrist samdráttur í launatekjum heimila einkum af auknu atvinnuleysi en samkvæmt áður birtum niðurstöðum þjóðhagsreikninga fækkaði starfandi einstaklingum á vinnumarkaði um 4% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Að sögn Hagstofunnar gætir jafnframt áhrifa kjarasamningsbundinna launahækkana í mælingum auk óbeinna áhrifa aðgerða stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum. Launatekjur heimilanna námu 58% heildartekna þeirra árið 2020 og hefur hlutdeild launatekna ekki verið lægri síðan árið 2014. Eignatekjur heimila jukust um 2% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist einkum af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 12% á tímabilinu. Áætlað er að vaxtagjöld heimila hafi hins vegar dregist saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58