Forsetinn segir ekki ljóst að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 14:02 Milos Zeman, forseti Tékklands. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Milos Zeman, forseti Tékklands, sagði í dag að enn sé ekki víst hvort að rússneskir leyniþjónustumenn hafi borið ábyrgð á sprengingu sem varð í vopnageymslu landinu árið 2014. Hann sagði einnig möguleika á því að sprengingin hafi aðeins verið slys og ekki megi skjóta loku fyrir þá kenningu. Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi. Tékkland Rússland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi.
Tékkland Rússland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira