Halla segir orðræðu Þorsteins um verkalýðshreyfinguna „ljótt áróðursbragð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 12:56 Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sakar verkalýðshreyfinguna um að afneita staðreyndum um áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Þorstein beita ljótum áróðursbrögðum. Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira