Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 22:04 Umrætt landssvæði við Skerjafjörð sést neðst á myndinni. Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. Ætla má að álíka margir ef ekki fleiri íbúar muni bætast við með nýju hverfi en búa þegar í Skerjafirði. Skipulagið felur í sér blandaða byggð með um 690 íbúðum, verslun, þjónustu og útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi allt að þrefaldist í hverfinu. Í samþykkt borgarráðs segir enn fremur að í Nýja-Skerjafirði verði reistur leik- og grunnskóli. Þar með verða grunnskólarnir orðnir fimm í Vesturbæ, sá nýjasti fyrir hverfi 102. Gamli og Nýi-Skerjafjörður.Reykjavíkurborg Íbúðirnar verða samkvæmt bókuninni af öllum stærðum og gerðum, m.a. undir hatti verkefnisins Hagkvæmt húsnæði þar sem byggt verður fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, ásamt því sem Bjarg byggir íbúðir fyrir sína félagsmenn og Félagsstofnun stúdenta fyrir stúdenta. Sérbýli og raðhús verða í nýja hverfinu og tengja þau nýja hverfið við gróna byggð í Skerjafirði, sem sjá má að markast af Skeljanesi á myndinni að ofan. Innar í nýja hverfinu verða námsmannaíbúðir og hagkvæmt húsnæði. Bílastæðakjarni mun þjóna allri fjölbýlishúsabyggðinni en raðhúsabyggð verður í öðrum hluta nýja hverfisins. Í hverfinu verður áhersla lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi, sbr. myndina að ofan, þar sem verður matvöruverslun og þjónusta á jarðhæð. Tillaga þessi var samþykkt í borgarráði með 12 atkvæðum gegn 9, eins og greint var frá í Stundinni í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn og í bókun þeirra sagði: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ Lögð er áhersla á umferð gangandi og hjólandi í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46 „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ætla má að álíka margir ef ekki fleiri íbúar muni bætast við með nýju hverfi en búa þegar í Skerjafirði. Skipulagið felur í sér blandaða byggð með um 690 íbúðum, verslun, þjónustu og útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi allt að þrefaldist í hverfinu. Í samþykkt borgarráðs segir enn fremur að í Nýja-Skerjafirði verði reistur leik- og grunnskóli. Þar með verða grunnskólarnir orðnir fimm í Vesturbæ, sá nýjasti fyrir hverfi 102. Gamli og Nýi-Skerjafjörður.Reykjavíkurborg Íbúðirnar verða samkvæmt bókuninni af öllum stærðum og gerðum, m.a. undir hatti verkefnisins Hagkvæmt húsnæði þar sem byggt verður fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, ásamt því sem Bjarg byggir íbúðir fyrir sína félagsmenn og Félagsstofnun stúdenta fyrir stúdenta. Sérbýli og raðhús verða í nýja hverfinu og tengja þau nýja hverfið við gróna byggð í Skerjafirði, sem sjá má að markast af Skeljanesi á myndinni að ofan. Innar í nýja hverfinu verða námsmannaíbúðir og hagkvæmt húsnæði. Bílastæðakjarni mun þjóna allri fjölbýlishúsabyggðinni en raðhúsabyggð verður í öðrum hluta nýja hverfisins. Í hverfinu verður áhersla lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi, sbr. myndina að ofan, þar sem verður matvöruverslun og þjónusta á jarðhæð. Tillaga þessi var samþykkt í borgarráði með 12 atkvæðum gegn 9, eins og greint var frá í Stundinni í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn og í bókun þeirra sagði: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ Lögð er áhersla á umferð gangandi og hjólandi í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg
Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46 „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46
„Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15
Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41