„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 18:10 Guðrún Johnsen hagfræðingur er stjórnarformaður Transparency International á Íslandi. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um framferði Samherja. Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44
Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21