„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 18:10 Guðrún Johnsen hagfræðingur er stjórnarformaður Transparency International á Íslandi. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um framferði Samherja. Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44
Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21