Mest ánægja með Katrínu en Ásmundur hástökkvarinn milli kannana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 14:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist enn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtur hve minnstra vinsælda samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er hástökkvarinn milli kannana en ánægja með störf hans hefur aukist hvað mest frá því í fyrra. Könnuð var ánægja með störf ráðherra og voru niðurstöður bornar saman við mælingu sem gerð var á svipuðum tíma á síðasta ári. Ánægja með störf Katrínar hefur aukist úr 59 prósentum í fyrra upp í 67 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Ánægja með störf Ásmundar Einars eykst aftur á móti úr 35 prósentum og upp í 59 prósent. Svandís Svavarsdóttir bætir einnig við sig og segjast 53 prósent ánægð með hennar störf, samanborið við 46 prósent í fyrra. Könnunin var gerð með netkönnun dagana 25. mars til 19. apríl 2021. 3.186 voru í úrtaki og var svarhlutfall 50,3 prósent.Gallup Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er aftur á móti sá ráðherra þar sem ánægja minnkar hvað mest milli ára. Í fyrra sögðust 54 prósent ánægð með hennar störf en hlutfallið fer niður í 42 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Þá dalar einnig ánægja með störf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sem mældist með 46 prósent í fyrra en 35 prósent nú. Ánægja með störf Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, dalar einnig lítillega en aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson, bæta við sig. Enn mælist þó minnst ánægja með störf Kristjáns Þórs, sem fer þó upp um eitt prósentustig á milli ára, úr 10 prósent í fyrra upp í 11 prósent í ár. Ánægja með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, fer lítillega niður á við milli ára en ánægja með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eykst um sjö prósentustig milli ára. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Könnuð var ánægja með störf ráðherra og voru niðurstöður bornar saman við mælingu sem gerð var á svipuðum tíma á síðasta ári. Ánægja með störf Katrínar hefur aukist úr 59 prósentum í fyrra upp í 67 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Ánægja með störf Ásmundar Einars eykst aftur á móti úr 35 prósentum og upp í 59 prósent. Svandís Svavarsdóttir bætir einnig við sig og segjast 53 prósent ánægð með hennar störf, samanborið við 46 prósent í fyrra. Könnunin var gerð með netkönnun dagana 25. mars til 19. apríl 2021. 3.186 voru í úrtaki og var svarhlutfall 50,3 prósent.Gallup Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er aftur á móti sá ráðherra þar sem ánægja minnkar hvað mest milli ára. Í fyrra sögðust 54 prósent ánægð með hennar störf en hlutfallið fer niður í 42 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Þá dalar einnig ánægja með störf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sem mældist með 46 prósent í fyrra en 35 prósent nú. Ánægja með störf Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, dalar einnig lítillega en aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson, bæta við sig. Enn mælist þó minnst ánægja með störf Kristjáns Þórs, sem fer þó upp um eitt prósentustig á milli ára, úr 10 prósent í fyrra upp í 11 prósent í ár. Ánægja með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, fer lítillega niður á við milli ára en ánægja með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eykst um sjö prósentustig milli ára.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira