Alþjóðahugverkadagurinn 2021: Frá hugmynd að verðmætum Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2021 08:00 Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun