Bóluefnið frá Noregi komið til landsins Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 17:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kann Norðmönnum bestu þakkir. Vísir/Vilhelm Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess. Greint var frá því í fyrradag að ruglingur hafi skapast í Noregi þegar Íslendingar tilkynntu þessi áform Norðmanna um lán, enda höfðu þarlend stjórnvöld þá ekki sent út tilkynningu þess efnis. Það gerðu þau stundu síðar og nú er efnið komið í réttar hendur. Norðmenn hafa gert hlé á bólusetningu með AstraZeneca bóluefninu og er beðið ákvörðunar um framhaldið meðan nefnd sérfræðinga sem norsk heilbrigðisyfirvöld skipuðu til að leggja mat á notkun bóluefnisins kemst að niðurstöðu. Norska lýðheilsustofnunin átti því á lager 216.000 skammta af AstraZeneca bóluefninu með fyrningu í júní og júlí. Norsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lána Svíum 200.000 skammta og Íslendingum 16.000 skammta sem þjóðirnar munu greiða til baka með AstraZeneca í sama magni þegar Norðmenn kalla eftir því. Fram undan eru langumfangsmestu bólusetningarvikur hér á landi og í næstu viku verða 25.000 bólusett, meðal annars með norska AstraZeneca-efninu. „Samstarf Norðurlandanna við öflun bóluefna og við framkvæmd bólusetninga hefur verið náið og er Norðmönnum við þetta tækifæri sérstaklega þakkað fyrir lánið á bóluefninu, en það mun styrkja bólusetningaráætlun Íslands,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. 22. apríl 2021 09:59 Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að ruglingur hafi skapast í Noregi þegar Íslendingar tilkynntu þessi áform Norðmanna um lán, enda höfðu þarlend stjórnvöld þá ekki sent út tilkynningu þess efnis. Það gerðu þau stundu síðar og nú er efnið komið í réttar hendur. Norðmenn hafa gert hlé á bólusetningu með AstraZeneca bóluefninu og er beðið ákvörðunar um framhaldið meðan nefnd sérfræðinga sem norsk heilbrigðisyfirvöld skipuðu til að leggja mat á notkun bóluefnisins kemst að niðurstöðu. Norska lýðheilsustofnunin átti því á lager 216.000 skammta af AstraZeneca bóluefninu með fyrningu í júní og júlí. Norsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lána Svíum 200.000 skammta og Íslendingum 16.000 skammta sem þjóðirnar munu greiða til baka með AstraZeneca í sama magni þegar Norðmenn kalla eftir því. Fram undan eru langumfangsmestu bólusetningarvikur hér á landi og í næstu viku verða 25.000 bólusett, meðal annars með norska AstraZeneca-efninu. „Samstarf Norðurlandanna við öflun bóluefna og við framkvæmd bólusetninga hefur verið náið og er Norðmönnum við þetta tækifæri sérstaklega þakkað fyrir lánið á bóluefninu, en það mun styrkja bólusetningaráætlun Íslands,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.
Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. 22. apríl 2021 09:59 Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. 22. apríl 2021 09:59
Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39