Geimfarar á leið til geimstöðvarinnar með ferju SpaceX Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 08:24 Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Megan McArthur, Thomas Pesquet, Shane Kimbrough og Akihiko Hoshide á leið sinni að skotpallinum í nótt. AP/John Raoux Fjórir geimfarar eru um borð í geimferju fyrirtækisins SpaceX sem verður skotið á loft frá Flórída í Bandaríkjunum nú í morgun. Ferðinni er heitið í Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Gangi allt að óskum verður geimferjunni skotið á loft með Falcon-eldflaug klukkan 5:49 að staðartíma, klukkan 9:49 að íslenskum tíma. Búist er við hagstæðum veðurskilyrðum yfir Kennedy-miðstöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA á Canaveral-höfða. Hætta þurfti við geimskotið vegna veðurs í gær. Þetta verður þriðja mannaða geimferð einkafyrirtækisins SpaceX samkvæmt samningi þess við NASA um að flytja menn til geimstöðvarinnar. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtækið notar til þess endurnýtta Falcon-eldflaug og Dragon-geimferju. Um borð eru tveir bandarískir geimfarar, einn franskur og einn japanskur. Þeir eiga að leysa af hólmi áhöfn sem er fyrir í geimstöðinni og dvelja þar í sex mánuði. Hægt er að sjá upptöku af geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mönnuð geimferja tekur á loft Uppfært 10:05 Geimskotið virðist hafa gengið að óskum og eru geimfararnir fjórir nú á leið til geimstöðvarinnar. Þeir eru væntanlegir þangað um klukkan 9:10 að íslenskum tíma á morgun. Nokkrum mínútum eftir að fyrsta þrep eldflaugarinnar var losað frá henni lenti það á pramma rétt austan við Flórídaskaga. Liftoff of Falcon 9 and Dragon! pic.twitter.com/g6Oi8qwU2Y— SpaceX (@SpaceX) April 23, 2021 Geimurinn Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Gangi allt að óskum verður geimferjunni skotið á loft með Falcon-eldflaug klukkan 5:49 að staðartíma, klukkan 9:49 að íslenskum tíma. Búist er við hagstæðum veðurskilyrðum yfir Kennedy-miðstöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA á Canaveral-höfða. Hætta þurfti við geimskotið vegna veðurs í gær. Þetta verður þriðja mannaða geimferð einkafyrirtækisins SpaceX samkvæmt samningi þess við NASA um að flytja menn til geimstöðvarinnar. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtækið notar til þess endurnýtta Falcon-eldflaug og Dragon-geimferju. Um borð eru tveir bandarískir geimfarar, einn franskur og einn japanskur. Þeir eiga að leysa af hólmi áhöfn sem er fyrir í geimstöðinni og dvelja þar í sex mánuði. Hægt er að sjá upptöku af geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mönnuð geimferja tekur á loft Uppfært 10:05 Geimskotið virðist hafa gengið að óskum og eru geimfararnir fjórir nú á leið til geimstöðvarinnar. Þeir eru væntanlegir þangað um klukkan 9:10 að íslenskum tíma á morgun. Nokkrum mínútum eftir að fyrsta þrep eldflaugarinnar var losað frá henni lenti það á pramma rétt austan við Flórídaskaga. Liftoff of Falcon 9 and Dragon! pic.twitter.com/g6Oi8qwU2Y— SpaceX (@SpaceX) April 23, 2021
Geimurinn Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira