Hugsjónir, hagsmunir, fólk og lýðræði Svavar Halldórsson skrifar 22. apríl 2021 12:01 Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til hægri. Þetta er líklega nokkuð rétt. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er það hlutverk ríkisvaldsins í samfélaginu sem er mest afgerandi áhrifaþátturinn. Miðað við það vilja vinstri menn mikil ríkisafskipti en hægri menn lítil. Fyrir utan þetta eru svo alls kyns aðrar hugsjónir eða skoðanir sem ganga þvert á þennan ás. Alls staðar í Evrópu hefur stuðningur við aðild að Evrópusambandinu verið þvers og kruss út frá hægri eða vinstri. Sama hefur verið upp á teningnum hér. Þjóðernishyggja er svo sérstakur kapítuli. Hagsmunir Allir stjórnmálaflokkar mótast að einhverju leyti af hagsmunum. Stundum aðeins lítið en oft á tíðum mikið. Við þekkjum vel flokka um allan heim sem hafa verið sérstaklega stofnaðir til að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, t.d. sem stjórnmálaarmar verkalýðsfélaga eða frelsishreyfinga. Sumir flokkar berjast fyrir sameiningu landssvæða en aðrir fyrir uppskiptingu. Sumir ganga erinda atvinnugreina eða jafnvel einstakra auð- eða valdamanna. En það er auðvitað misjafnt hvernig jafnvægi hugsjóna og hagsmuna er í hverjum flokki. Nánast allar stjórnmálahreyfingar mannkynssögunar eiga það þó sammerkt að huga vandlega að eigin hagsmunum. Fólk og lýðræði Stjórnmálamennirnir sjá svo um að standa vörð um hagsmuni eða koma hugsjónunum í verk. Þeir eru auðvitað margir og misjafnir. Hjá sumum þeirra vega hugsjónirnar þungt en hjá öðrum eru það hagsmunirnir. Allt er þetta hluti af lýðræðiskerfinu. En við kjósendur sem þurfum að taka allt þetta með í reikninginn, hugsjónir, hagsmuni og frambjóðendur. Svo veljum við skástu samsetninguna út frá okkar persónulegu mælikvörðum. Þannig virkar lýðræðið. Það er ekki fullkomið en þó það skásta sem við höfum. Gleðilegt sumar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Svavar Halldórsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til hægri. Þetta er líklega nokkuð rétt. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er það hlutverk ríkisvaldsins í samfélaginu sem er mest afgerandi áhrifaþátturinn. Miðað við það vilja vinstri menn mikil ríkisafskipti en hægri menn lítil. Fyrir utan þetta eru svo alls kyns aðrar hugsjónir eða skoðanir sem ganga þvert á þennan ás. Alls staðar í Evrópu hefur stuðningur við aðild að Evrópusambandinu verið þvers og kruss út frá hægri eða vinstri. Sama hefur verið upp á teningnum hér. Þjóðernishyggja er svo sérstakur kapítuli. Hagsmunir Allir stjórnmálaflokkar mótast að einhverju leyti af hagsmunum. Stundum aðeins lítið en oft á tíðum mikið. Við þekkjum vel flokka um allan heim sem hafa verið sérstaklega stofnaðir til að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, t.d. sem stjórnmálaarmar verkalýðsfélaga eða frelsishreyfinga. Sumir flokkar berjast fyrir sameiningu landssvæða en aðrir fyrir uppskiptingu. Sumir ganga erinda atvinnugreina eða jafnvel einstakra auð- eða valdamanna. En það er auðvitað misjafnt hvernig jafnvægi hugsjóna og hagsmuna er í hverjum flokki. Nánast allar stjórnmálahreyfingar mannkynssögunar eiga það þó sammerkt að huga vandlega að eigin hagsmunum. Fólk og lýðræði Stjórnmálamennirnir sjá svo um að standa vörð um hagsmuni eða koma hugsjónunum í verk. Þeir eru auðvitað margir og misjafnir. Hjá sumum þeirra vega hugsjónirnar þungt en hjá öðrum eru það hagsmunirnir. Allt er þetta hluti af lýðræðiskerfinu. En við kjósendur sem þurfum að taka allt þetta með í reikninginn, hugsjónir, hagsmuni og frambjóðendur. Svo veljum við skástu samsetninguna út frá okkar persónulegu mælikvörðum. Þannig virkar lýðræðið. Það er ekki fullkomið en þó það skásta sem við höfum. Gleðilegt sumar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar