Hugsjónir, hagsmunir, fólk og lýðræði Svavar Halldórsson skrifar 22. apríl 2021 12:01 Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til hægri. Þetta er líklega nokkuð rétt. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er það hlutverk ríkisvaldsins í samfélaginu sem er mest afgerandi áhrifaþátturinn. Miðað við það vilja vinstri menn mikil ríkisafskipti en hægri menn lítil. Fyrir utan þetta eru svo alls kyns aðrar hugsjónir eða skoðanir sem ganga þvert á þennan ás. Alls staðar í Evrópu hefur stuðningur við aðild að Evrópusambandinu verið þvers og kruss út frá hægri eða vinstri. Sama hefur verið upp á teningnum hér. Þjóðernishyggja er svo sérstakur kapítuli. Hagsmunir Allir stjórnmálaflokkar mótast að einhverju leyti af hagsmunum. Stundum aðeins lítið en oft á tíðum mikið. Við þekkjum vel flokka um allan heim sem hafa verið sérstaklega stofnaðir til að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, t.d. sem stjórnmálaarmar verkalýðsfélaga eða frelsishreyfinga. Sumir flokkar berjast fyrir sameiningu landssvæða en aðrir fyrir uppskiptingu. Sumir ganga erinda atvinnugreina eða jafnvel einstakra auð- eða valdamanna. En það er auðvitað misjafnt hvernig jafnvægi hugsjóna og hagsmuna er í hverjum flokki. Nánast allar stjórnmálahreyfingar mannkynssögunar eiga það þó sammerkt að huga vandlega að eigin hagsmunum. Fólk og lýðræði Stjórnmálamennirnir sjá svo um að standa vörð um hagsmuni eða koma hugsjónunum í verk. Þeir eru auðvitað margir og misjafnir. Hjá sumum þeirra vega hugsjónirnar þungt en hjá öðrum eru það hagsmunirnir. Allt er þetta hluti af lýðræðiskerfinu. En við kjósendur sem þurfum að taka allt þetta með í reikninginn, hugsjónir, hagsmuni og frambjóðendur. Svo veljum við skástu samsetninguna út frá okkar persónulegu mælikvörðum. Þannig virkar lýðræðið. Það er ekki fullkomið en þó það skásta sem við höfum. Gleðilegt sumar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Svavar Halldórsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til hægri. Þetta er líklega nokkuð rétt. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er það hlutverk ríkisvaldsins í samfélaginu sem er mest afgerandi áhrifaþátturinn. Miðað við það vilja vinstri menn mikil ríkisafskipti en hægri menn lítil. Fyrir utan þetta eru svo alls kyns aðrar hugsjónir eða skoðanir sem ganga þvert á þennan ás. Alls staðar í Evrópu hefur stuðningur við aðild að Evrópusambandinu verið þvers og kruss út frá hægri eða vinstri. Sama hefur verið upp á teningnum hér. Þjóðernishyggja er svo sérstakur kapítuli. Hagsmunir Allir stjórnmálaflokkar mótast að einhverju leyti af hagsmunum. Stundum aðeins lítið en oft á tíðum mikið. Við þekkjum vel flokka um allan heim sem hafa verið sérstaklega stofnaðir til að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, t.d. sem stjórnmálaarmar verkalýðsfélaga eða frelsishreyfinga. Sumir flokkar berjast fyrir sameiningu landssvæða en aðrir fyrir uppskiptingu. Sumir ganga erinda atvinnugreina eða jafnvel einstakra auð- eða valdamanna. En það er auðvitað misjafnt hvernig jafnvægi hugsjóna og hagsmuna er í hverjum flokki. Nánast allar stjórnmálahreyfingar mannkynssögunar eiga það þó sammerkt að huga vandlega að eigin hagsmunum. Fólk og lýðræði Stjórnmálamennirnir sjá svo um að standa vörð um hagsmuni eða koma hugsjónunum í verk. Þeir eru auðvitað margir og misjafnir. Hjá sumum þeirra vega hugsjónirnar þungt en hjá öðrum eru það hagsmunirnir. Allt er þetta hluti af lýðræðiskerfinu. En við kjósendur sem þurfum að taka allt þetta með í reikninginn, hugsjónir, hagsmuni og frambjóðendur. Svo veljum við skástu samsetninguna út frá okkar persónulegu mælikvörðum. Þannig virkar lýðræðið. Það er ekki fullkomið en þó það skásta sem við höfum. Gleðilegt sumar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun