Vandlæting formanns VR Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 21. apríl 2021 08:42 Fyrir nokkrum kynslóðum þótti það alsiða að uppnefna fólk eða gefa því viðurnefni. Úr mínum heimabæ á Skaganum þekki ég mýmörg dæmi. Tímarnir breytast þó blessunarlega og mennirnir (flestir) með. Þegar ég hugsa til þessara viðurnefna í dag finnst mér þau einstaklega kjánaleg, heimskuleg og ekki síður særandi fyrir þá sem þau þurftu að þola. Það er eitthvað smásálarlegt við þetta, ef svo má að orði komast. Mér varð hugsað til þessa þegar ég las grein formanns VR á Vísi í liðinni viku sem bar heitið Samtryggingarfólkið. Þar gagnrýndi hann fram komið frumvarp til breytinga á ýmsum lögum er varða lágmarkstryggingavernd lífeyrissjóða o.fl. Málefnaleg umræða tryggir vandaða lagasetningu Það er bæði mikilvægt og eðlilegt að hafa skoðanir á því þegar löggjafinn hyggst breyta lögum er varða mikilsverð réttindi launafólks. Skoðanaskipti, þar sem málefnalegum rökum er beitt, hljóta alltaf að leiða til vandaðri lagasetningar. Lítið gagn er hins vegar af ómálefnalegum gífuryrðum, dylgjum og kjánalegum uppnefningum. Því miður bar grein formanns VR þess merki að henni var líklega ekki ætlað að verða að nokkru gagni. Þar sem sjávarútvegur stendur mér nærri, þá staldraði ég sérstaklega við eftirgreint: „ Útgerðarelítan hefur komið því fyrir, með stuðningi stjórnvalda og SA, að sjómenn verði undanskyldir þessari hækkun og lögfestingu þar sem þeim verður gert að semja um slíkt sjálfir og lögverja þannig áframhaldandi launa og réttindaþjófnaði af þessari mikilvægu stétt.“ Velta má fyrir sér sannleiksgildi og gagnsemi þessarar staðhæfingar. Lagt er til í frumvarpinu að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða verði hækkað úr 12% í 15,5% af iðgjaldsstofni, í samræmi við breytingar sem orðið hafa á kjarasamningum. Er þar átt við kjarasamninga sem ASÍ og SA hafa gert og varða almenna vinnumarkaðinn. Frumvarpinu er því ætlað að færa í lög það lágmarksiðgjald sem samið hefur verið um í þessum tilgreindu samningum. Því er hins vegar svo fyrir komið, að nefndir kjarasamningar taka ekki til hlutaskiptakerfis sjómanna. Um það eru gerðir sérstakir kjarasamningar á milli SA/SFS og stéttarfélaga sjómanna. Í þeim samningum hefur ekki verið samið um hækkun iðgjalds í 15,5%. Af þeim sökum munu lögin, verði frumvarpið samþykkt, áfram virða þann rétt samningsaðila í kjarasamningum að semja um laun og önnur kjör, án íhlutunar löggjafans. Af þessari ástæðu var hvorki þörf á stuðningi stjórnvalda né SA til þess að grundvallarlögmál á vinnumarkaði væru virt. Mismunandi áherslur ólíkra kjarasamninga Líkt og formaður VR þekkir, verða kjarasamningar ekki gerðir nema með samþykki samningsaðila. Í kjaraviðræðum eru kröfur og áherslur ólíkar á milli einstakra atvinnugreina og starfsstétta. Í fiskveiðum ráðast laun sjómanna af verðmæti þess afla sem veiddur er. Þrátt fyrir að sjómenn hafi í mörgum tilvikum samið um sambærileg réttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þá er það ekki algilt. Í hlutaskiptakerfi í sinni tærustu mynd, er verðmæti aflans skipt á milli útgerðar og áhafnar og sjómenn hafa síðan sjálfir forræði á því að tryggja hina ýmsu hagsmuni sína, líkt og með kaupum á slysatryggingum og greiðslum í lífeyrissjóði. Íslenska hlutaskiptakerfið felur ekki í sér svo afdráttarlausa skiptingu, enda njóta íslenskir sjómenn ríkra réttinda. Sjómenn eru til að mynda eina starfsstéttin hér á landi sem fær bætur vegna slysa samkvæmt skaðabótalögum, en þar er um að ræða til muna ríkari vernd en almennt þekkist. Fólk á almennum vinnumarkaði nýtur ekki svo víðtækrar verndar. Samkvæmt skilgreiningu formanns VR, þá virðist því víðtækur réttindaþjófnaður stundaður fyrir tilstuðlan hans sjálfs með samþykki kjarasamninga VR sem ekki veita álíka víðtæk réttindi. Sjómenn uppskera vel í öllum samanburði Sjómenn á Íslandi njóta bæði góðra launa og réttinda. Og þannig viljum við hafa það. Af umræðunni má hins vegar ráða að þetta sé á einhvern hátt umdeilanlegt. Ef litið er til myndarinnar hér að neðan, sem unnin er úr gögnum frá Hagstofu Íslands, er erfitt að finna stuðning fyrir slíkri umræðu. Í samanburði við aðrar atvinnugreinar hér á landi eru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum háar. Í raun hafa þær verið hæstar í fiskveiðum á hverju einasta ári frá árinu 2008, eða eins langt aftur og umrædd gögn Hagstofunnar ná. Í fyrra voru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum 113% hærri en að meðaltali í hagkerfinu. Hér ber eðlilega að halda til haga að í þessum samanburði er ekki tekið tillit til vinnustunda og vafalaust yrði munurinn nokkuð minni ef það yrði gert. Þó bendir þessi mikli munur til þess að þrátt fyrir að tekið væri tillit til vinnustunda, þá væru launagreiðslur til sjómanna enn þær hæstu. Er nærtækt að nefna að miðað við fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem næsthæstu launagreiðslurnar eru, voru launagreiðslur til sjómanna 39% hærri í fyrra, en á hvern launþega þess geira. Að auki má nefna að samkvæmt bráðbirgðatölum Hagstofunnar var hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum í fiskveiðum um 67% í fyrra. Það er rúmlega 7 prósentustigum yfir meðaltali undanfarinna 20 ára. Langtímameðaltalið í hagkerfinu alls er einnig tæp 60%, en þar mældist launahlutfallið 61% í fyrra. Af þessu má ráða að sjómenn fengu umtalsvert stærra hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem varð til í fiskveiðum í fyrra heldur en launþegar í öðrum atvinnugreinum fengu að jafnaði. Þar sem launakerfi sjómanna byggist á hlutaskiptum aflaverðmætis á milli sjómanna og útgerða haldast laun þeirra þar með í hendur við tekjur sjávarútvegsfyrirtækja. Laun sjómanna þróast því ekki í takt við laun flestra annarra launþega í landinu. Þau ráðast af gengi krónunnar, afurðaverði á erlendum mörkuðum, aflamarki o.s.frv. Hin hefðbundna launavísitala Hagstofunnar er því lítið til gagns til þess að segja nokkuð til um þróun launa í fiskveiðum. Hins vegar er veruleg fylgni á milli ofangreindra launagreiðslna í fiskveiðum við verðvísitölu sjávarafurða, þar sem bæði afurðaverð og gengi krónunnar koma við sögu. Séu staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum á hvern launþega settar á vísitölu, þar sem upphafsgildi er 2008, þá hefur mælst um 97% fylgni á milli þróunar hennar og verðvísitölu sjávarafurða. Samræmið þarna á milli getur varla verið meira. Sjómenn gegna mikilvægu hlutverki í verðmætasköpun í sjávarútvegi – og í því hlutverki hafa þeir uppskorið vel. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru stolt af þeirri staðreynd. Gamaldags uppnefningar eða staðlausar dylgjur formanns VR breyta því sem betur fer ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaramál Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum kynslóðum þótti það alsiða að uppnefna fólk eða gefa því viðurnefni. Úr mínum heimabæ á Skaganum þekki ég mýmörg dæmi. Tímarnir breytast þó blessunarlega og mennirnir (flestir) með. Þegar ég hugsa til þessara viðurnefna í dag finnst mér þau einstaklega kjánaleg, heimskuleg og ekki síður særandi fyrir þá sem þau þurftu að þola. Það er eitthvað smásálarlegt við þetta, ef svo má að orði komast. Mér varð hugsað til þessa þegar ég las grein formanns VR á Vísi í liðinni viku sem bar heitið Samtryggingarfólkið. Þar gagnrýndi hann fram komið frumvarp til breytinga á ýmsum lögum er varða lágmarkstryggingavernd lífeyrissjóða o.fl. Málefnaleg umræða tryggir vandaða lagasetningu Það er bæði mikilvægt og eðlilegt að hafa skoðanir á því þegar löggjafinn hyggst breyta lögum er varða mikilsverð réttindi launafólks. Skoðanaskipti, þar sem málefnalegum rökum er beitt, hljóta alltaf að leiða til vandaðri lagasetningar. Lítið gagn er hins vegar af ómálefnalegum gífuryrðum, dylgjum og kjánalegum uppnefningum. Því miður bar grein formanns VR þess merki að henni var líklega ekki ætlað að verða að nokkru gagni. Þar sem sjávarútvegur stendur mér nærri, þá staldraði ég sérstaklega við eftirgreint: „ Útgerðarelítan hefur komið því fyrir, með stuðningi stjórnvalda og SA, að sjómenn verði undanskyldir þessari hækkun og lögfestingu þar sem þeim verður gert að semja um slíkt sjálfir og lögverja þannig áframhaldandi launa og réttindaþjófnaði af þessari mikilvægu stétt.“ Velta má fyrir sér sannleiksgildi og gagnsemi þessarar staðhæfingar. Lagt er til í frumvarpinu að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða verði hækkað úr 12% í 15,5% af iðgjaldsstofni, í samræmi við breytingar sem orðið hafa á kjarasamningum. Er þar átt við kjarasamninga sem ASÍ og SA hafa gert og varða almenna vinnumarkaðinn. Frumvarpinu er því ætlað að færa í lög það lágmarksiðgjald sem samið hefur verið um í þessum tilgreindu samningum. Því er hins vegar svo fyrir komið, að nefndir kjarasamningar taka ekki til hlutaskiptakerfis sjómanna. Um það eru gerðir sérstakir kjarasamningar á milli SA/SFS og stéttarfélaga sjómanna. Í þeim samningum hefur ekki verið samið um hækkun iðgjalds í 15,5%. Af þeim sökum munu lögin, verði frumvarpið samþykkt, áfram virða þann rétt samningsaðila í kjarasamningum að semja um laun og önnur kjör, án íhlutunar löggjafans. Af þessari ástæðu var hvorki þörf á stuðningi stjórnvalda né SA til þess að grundvallarlögmál á vinnumarkaði væru virt. Mismunandi áherslur ólíkra kjarasamninga Líkt og formaður VR þekkir, verða kjarasamningar ekki gerðir nema með samþykki samningsaðila. Í kjaraviðræðum eru kröfur og áherslur ólíkar á milli einstakra atvinnugreina og starfsstétta. Í fiskveiðum ráðast laun sjómanna af verðmæti þess afla sem veiddur er. Þrátt fyrir að sjómenn hafi í mörgum tilvikum samið um sambærileg réttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þá er það ekki algilt. Í hlutaskiptakerfi í sinni tærustu mynd, er verðmæti aflans skipt á milli útgerðar og áhafnar og sjómenn hafa síðan sjálfir forræði á því að tryggja hina ýmsu hagsmuni sína, líkt og með kaupum á slysatryggingum og greiðslum í lífeyrissjóði. Íslenska hlutaskiptakerfið felur ekki í sér svo afdráttarlausa skiptingu, enda njóta íslenskir sjómenn ríkra réttinda. Sjómenn eru til að mynda eina starfsstéttin hér á landi sem fær bætur vegna slysa samkvæmt skaðabótalögum, en þar er um að ræða til muna ríkari vernd en almennt þekkist. Fólk á almennum vinnumarkaði nýtur ekki svo víðtækrar verndar. Samkvæmt skilgreiningu formanns VR, þá virðist því víðtækur réttindaþjófnaður stundaður fyrir tilstuðlan hans sjálfs með samþykki kjarasamninga VR sem ekki veita álíka víðtæk réttindi. Sjómenn uppskera vel í öllum samanburði Sjómenn á Íslandi njóta bæði góðra launa og réttinda. Og þannig viljum við hafa það. Af umræðunni má hins vegar ráða að þetta sé á einhvern hátt umdeilanlegt. Ef litið er til myndarinnar hér að neðan, sem unnin er úr gögnum frá Hagstofu Íslands, er erfitt að finna stuðning fyrir slíkri umræðu. Í samanburði við aðrar atvinnugreinar hér á landi eru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum háar. Í raun hafa þær verið hæstar í fiskveiðum á hverju einasta ári frá árinu 2008, eða eins langt aftur og umrædd gögn Hagstofunnar ná. Í fyrra voru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum 113% hærri en að meðaltali í hagkerfinu. Hér ber eðlilega að halda til haga að í þessum samanburði er ekki tekið tillit til vinnustunda og vafalaust yrði munurinn nokkuð minni ef það yrði gert. Þó bendir þessi mikli munur til þess að þrátt fyrir að tekið væri tillit til vinnustunda, þá væru launagreiðslur til sjómanna enn þær hæstu. Er nærtækt að nefna að miðað við fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem næsthæstu launagreiðslurnar eru, voru launagreiðslur til sjómanna 39% hærri í fyrra, en á hvern launþega þess geira. Að auki má nefna að samkvæmt bráðbirgðatölum Hagstofunnar var hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum í fiskveiðum um 67% í fyrra. Það er rúmlega 7 prósentustigum yfir meðaltali undanfarinna 20 ára. Langtímameðaltalið í hagkerfinu alls er einnig tæp 60%, en þar mældist launahlutfallið 61% í fyrra. Af þessu má ráða að sjómenn fengu umtalsvert stærra hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem varð til í fiskveiðum í fyrra heldur en launþegar í öðrum atvinnugreinum fengu að jafnaði. Þar sem launakerfi sjómanna byggist á hlutaskiptum aflaverðmætis á milli sjómanna og útgerða haldast laun þeirra þar með í hendur við tekjur sjávarútvegsfyrirtækja. Laun sjómanna þróast því ekki í takt við laun flestra annarra launþega í landinu. Þau ráðast af gengi krónunnar, afurðaverði á erlendum mörkuðum, aflamarki o.s.frv. Hin hefðbundna launavísitala Hagstofunnar er því lítið til gagns til þess að segja nokkuð til um þróun launa í fiskveiðum. Hins vegar er veruleg fylgni á milli ofangreindra launagreiðslna í fiskveiðum við verðvísitölu sjávarafurða, þar sem bæði afurðaverð og gengi krónunnar koma við sögu. Séu staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskveiðum á hvern launþega settar á vísitölu, þar sem upphafsgildi er 2008, þá hefur mælst um 97% fylgni á milli þróunar hennar og verðvísitölu sjávarafurða. Samræmið þarna á milli getur varla verið meira. Sjómenn gegna mikilvægu hlutverki í verðmætasköpun í sjávarútvegi – og í því hlutverki hafa þeir uppskorið vel. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru stolt af þeirri staðreynd. Gamaldags uppnefningar eða staðlausar dylgjur formanns VR breyta því sem betur fer ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun