„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 19:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur boðaðar breytingar á landamærunum skýrar. Vísir/Vilhelm „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira