„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 19:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur boðaðar breytingar á landamærunum skýrar. Vísir/Vilhelm „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira