Sjaldan tekið jafn mikið af sýnum og í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 16:41 Fjölmargir biðu þolinmóðir eftir því að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag og reyndu margir að nýta tímann vel. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund sýni voru tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og myndaðist á tímabili löng röð fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut sem teygði sig upp í Ármúla. „Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira